fbpx

Orðabók Makeup Artistans

Makeup ArtistReykjavík Makeup Journal

Í fyrsta tölublað Reykjavík Makeup Journal birtist þessi grein sem er með orðum sem förðunarfræðingar nota mikið og margir aðrir en við átta sig kannski ekki alveg á því sem við erum að segja. Þetta var ein af vinsælustu greinunum og mér datt allt í einu í hug að birta hana hér svona ef einhver missti kannski af henni;)

Förðunarfræðingar og förðunaráhugafólk eiga það til að tala bara í tæknimáli sem margir aðrir skilja ekki. Hér eru útskýringar á nokkrum orðum sem hafa kannski vafist fyrir einhverju ykkar.

Matt: Áferð á snyrtivörum. Í flestum tilvikum innihalda mattar snyrtivörur sterkari litapigment en aðrar.

Sanserað: Áferð á snyrtivörum sem minnir á flauel. Sanseraðir augnskuggar eru sérstaklega einfaldir í notkun og blandast auðveldlega saman. Sanseraðir augnskuggar gefa fallegan glans á augun og gefa augnlokunum þrívíddaráhrif.

Smudge: Oft notað sem sögn að „smudge-a“. Þýðir að dreifa úr litnum svo það verði engin skörp skil sbr. setjið eyeliner meðfram augnhárunum og smudge-ið úr honum.

MUA/MA: Skammstafanir sem eru oft notaðar yfir starfsheitið Makeup Artist.

Cupids Bow: Svæðið í miðju efri varanna.

Augnlok: Svæðið sem er á milli augnhára og globuslínunnar.

Globuslína: Globuslínan myndast undir augnbeininu – bogadregin lína. Oftast er talað um að augnskuggar eigi helst ekki að fara fyrir ofan globuslínuna (það er regla sem á aldrei að taka of hátíðlega!).

Augnhvarmur: Vatnslínan í augunum.

Palletta: Box sem inniheldur t.d. fleiri en einn augnskugga eða varalit.

Varalitur blæðir: Þá er verið að tala um að varaliturinn fari út í fínu línurnar sem umkringja varirnar þegar húðin fer að eldast. Oft er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að nota primer í kringum varirnar eða með því að setja varalitablýant undir varalitinn.

BN: Stendur fyrir brand new eða glænýtt

BNIB: Stendur fyrir brand new in box eða glænýtt í umbúðum.

Airbrush: Áferð sem kemur á húðina, létt áferð sem er nánast ósýnileg. Farðar sem eru sagðir skilja eftir sig airbrush áferð skilja eftir sig náttúrulega áferð og

Spíss: Eyeliner með spíss var einn af einkennum förðunar á 4. áratugnum. Endinn á eyelinernum sem nær út á augnlokið er kallaður spíss.

Dewy: Áferð sem kemur á húðina þegar rakamiklar snyrtivörur eru notaðar þannig að það kemur náttúrulegur glans á húðina.

Primer: Snyrtivara sem undirbýr húðina fyrir farða. Í flestum tilvikum fyllir primerinn upp í ör, fínar línur og misfellur svo húðin verður slétt.

Charlotte-Tilbury-ChloeHér sjáið þið einn af frægustu förðunarfræðingunum í dag, Charlotte Tilbury sem nýlega bjó til sitt eigið förðunarvörumerki sem hún nefndi í höfuðið á sjálfri sér – mig langar svo mikið til að prófa vörurnar hennar!!!

Vona að þetta hafi ef til vill hjálpað ykkur eitthvað en ef ykkur vantar útskýringar á einhverju fleiru ekki hika við að senda mér spurningar í athugasemdunum við þessa færslu :)

EH

Ný andlit merkjanna

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sara

    14. April 2014

    hef séð það soldið oft á myndum núna að það er festur svona pappír með spennu í hárið á meðan það er verið að farða, veistu afhverju?

    • Já það er oft gert svo að það komi ekki spennuför í hárið t.d. ef það fyrirsæta er búin í hári en á eftir að fara í förðun þá er hárinu haldið frá svo förðunarfræðingur komist að öllu andlitinu en með því að setja pappírinn er komið í veg fyrir að för myndist í hárinu. Eins getur pappírinn líka gegnt því hlutverki að koma í veg fyrir að farði smitist á hárið ;)