fbpx

Ný andlit merkjanna

Bobbi BrownFræga FólkiðFyrirsæturLancomelorealmakeupSnyrtivörur

Það er sífellt eitthvað að breytast í heimi fegurðarbransans og eitt af því sem breytist nánast dag frá degi eru andlit merkjanna. Nýlega bárust tilkynningar í erlenda fjölmiðla um ný andlit hjá nokkrum merkjum. Ég ákvað að taka saman nokkur þeirra og setja saman í eina færslu :)

Lupita Nyong’o fyrir Lancome

Það kom mér svo sem ekkert á óvart að eitthvaða af stærstu snyrtivörumerkjunum myndi næla sér í þessa gullfallegu leikkonu í kjölfar velgengni hennar síðustu mánuðina. Ég veðjaði sjálf á annað hvort Lancome eða L’Oreal og ég hafði rétt fyrir mér með fyrri ágiskunina. Hún smellpassar fyrir merkið sem er með konur á borð við Juliu Roberts, Emmu Watson, Kate Winslet og Penelope Cruz sem andlit. Með Lutpitu mynda þessar konur svo sannarlega flottan hóp sem sýnir að snyrtivörurnar henta öllum konum óháð aldri, kynþætti eða húðtýpu.

“I am truly honoured to join the Maison Lancôme, a brand with such a prestigious history and that I have always loved. I am particularly proud to represent its unique vision for women and the idea that beauty should not be dictated, but should instead be an expression of a woman’s freedom to be herself.”

Lupita mun birstast í fyrsta sinn í herferð fyrir Lancome í september á þessu ári.

Eftir að hafa spjallað aðeins um þessa mynd af Lupitu sem fylgdi fréttatilkynningunni frá Lancome verð ég að lýsa vonbrigðum mínum yfir því hvað húðlitnum hennar hefur verið mikið breytt en Lupita er með mjög dökka húð nánast svarta. Vona að húðin hennar verði ekki lýst svona svakalega í herferðinni sem birtist í haust. Enda ættu merki frekar að leggja áherslu á að vera með vörur og þar af leiðandi liti sem henta flestum.

Lupita-nyongo-Vogue-4april14_Alexi-Lubomirski-for-Lancome_b_592x888

Zoe Saldana fyrir L’Oreal

Jújú auðvitað er L’Oreal líka komið með nýtt andlit, leikkonuna Zoe Zaldana. Ég held að ekkert merki skipti jafn ört um andlit og L’Oreal og fyrir utan það sé með jafn mörg andlit og merkið. En hópurinn samanstendur samt af nokkrum af fallegustu konum og körlum heim. Merkið er auðvitað eitt það stærsta í heiminum en það býður uppá förðunarvörur, húðvörur (fyrir konur og karla), líkamsvörur, sjálfbrúnkuvörur, hárvörur (nokkrar línur af hárvörum) og sólarvarnir svo eitthvað fátt sé nefnt.

“As a L’Oréal Paris spokesperson, being able to say: ‘We’re worth it’ means so much to me. I want to share that value with women so they can embrace it and execute life with confidence. I am thrilled to join this beauty journey with such an inspirational brand.”

Ég veit ekki með ykkur en ég man best eftir þessari leikkonu úr myndinni Center Stage sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég sá hana fyrst fyrir rúmum 10 árum síðan. En ætli hún é ekki þekktust fyrir leik sinn í myndinni Avatar – ég er ein af örfáum sem hafa aldrei séð þá blessuðu mynd en mig hefur bara aldrei langað til þess svo eitt af mínum markmiðum í lífinu er að sjá hana aldrei… sry ég vona að ég móðgi engann ;)

Zoe-saldana-Vogue-31march14_PR_b_592x888

Kate Upton fyrir Bobbi Brown

Þessi gullfallega fyrirsæta mun taka við af leikkonunni Katie Holmes sem andlit merkisins núna í júlí. Kate hefur á stuttum tíma slegið í gegn sem leikkona en hún er þekkt fyrirsæta. Kate leikur á móti Cameron Diaz og Leslie Mann í myndinni The Other Woman sem var frumsýnd nýlega í Bandaríkjunum (mig dauðlangar að sjá hana – ekta chick flick sem hentar vel í vinkonuferð í bíó).

“I’m thrilled to be the face of Bobbi Brown Cosmetics. Bobbi is an American success story – she created a global brand from an idea that women can be beautiful being exactly who they are and I love that,”.

Bobbi segist sjálf hafa laðast að Kate og hennar jákvæðu útgeislun og orku.

rs_1024x759-140321064109-1024.Kate-Upton-Bobbi-Brown-JR-32114

Clémence Poésy fyrir Chloé ilmina:

Clémence var einu sinni andlit Chloé ilmanna en hún mun snúa aftur í herferðum fyrir merkið þar sem hún verður andlit nýs ilmvatns sem fer í sölu árið 2015. Clémence sat fyrir í herferðum ásamt Chloé Sevigny og Önju Rubik fyrir eau de parfum ilmvötn merksins á árunum 2008 – 2010.

“I am very proud and honoured to represent Chloé fragrance again. When Chloé approached me, I immediately accepted. It was so evident for me to come back to a brand that I feel so connected to.”

Herferðin sem Clémence situr fyrir í mun birtast fyrst í Bretlandi í lok þessa árs. Ilmvatnið hefur ekki enn fengið nafn en því er líst sem fáguðum og tælandi ilmi.

Clemence-Poesy-Vogue-19Mar14-pr_b_592x888

Fallegar konur sem mér finnst persónulega smellpassa fyrir merkin sem þær eru nú í forsvari fyrir í herferðum. En það er auðvitað ekki bara útí loftið sem merkin ákveða að þessar konur eigi heima í þeirra herferðum :)

EH

 

Pretty Baby

Skrifa Innlegg