fbpx

Opnun Freebird

FallegtFashionÍslensk Hönnun

Mér var boðið á opnun verslunarinnar Freebird á Laugavegi 46 um hádegið í gær. Það var ljúft að hefja svona fallegan kjördag á því að narta í jarðaber og Croissant og dást að fallegri íslenskri hönnun um leið. Í versluninni eru fáanlegar vörur frá þessu nýja íslenska merki sem hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir standa meðal annars á bakvið í bland við aðrar skemmtilegar vörur.

Ég vona að myndirnar hér fyrir neðan gefi ykkur smá innsýn í þessa fallegu verslun. Fötin eru öll með tölu dásamleg en ég var mikill aðdándi merkisins Andersen & Lauth þegar Gunni og Kolla sáu um að hanna fyrir það merki. Þó ég fýli stefnuna sem Una hefur tekið með merkið þá saknaði ég samt einhvers sem ég áttaði mig ekki alveg á hvað var – ég fann það svo um leið og ég fékk að skoða Freebird flíkurnar betur að það eru þessi rómantísku smáatriði sem ég sá smá eftir. Ég er nú þegar búin að koma auga á nokkrar flíkur sem mig dreymir um að eignast – þarf eiginlega að gera mér aðra ferð til þeirra hjóna til að máta en ég held ég þori því ekki alveg strax;)
Æðisleg verslun sem vert er að kíkja á næst þegar þið röltið niður Laugaveginn:)

EH

Útópía

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    28. April 2013

    Of fallegt.. ég hefði heldur ekki þorað að máta!
    Halló yfirdráttur:)

  2. LV

    29. April 2013

    Eru þetta Essie naglalökk til sölu þarna ?

  3. LV

    29. April 2013

    Ohhh :( Ætlar enginn að fara að flytja þetta inn fyrir okkur ;)

    • Segðu! Við verðum bara að krossleggja fingur og vona það besta – þau koma einhver tíman ég er alveg viss um það. Ég held það sé alveg eftirspurn eftir þeim;)