Ef þið eruð ekki búnar að gera ykkur ferð til að skoða haustlúkkið frá OPI þá verðið þið að drífa ykkur í því núna því eins og við höfum oft farið yfir þá getur maður alltaf á sig naglalökkum bætt og sérstaklega OPI lökkum ;)
Haustlínan er ansi skemmtileg en hún ber nafnið Nordic en OPI hönnuðir sækja sér innblástur til Norðurlandanna og þar á meðal til Íslands! Lökkin bera því öll skemmtileg nöfn sem vísa til fallegs landslags landanna í norðri. Ég átti allt eins von á því að eitt lakkið myndi bera nafnið Eyjafjallajökull en allt kom fyrir ekki og Íslands lakkið heitir Skating on Thin Ice-Land – en hér fyrir neðan sjáið þið það og fleiri önnur.
Í línunni eru fáanlegir 12 mismunandi litir og þar af koma 4 litir í mini setti – öll lökkin eru nú þegar fáanleg í verslunum sem selja OPI hér á Íslandi sem eru m.a. Hagkaup, Lyfja og Lyf og Heilsa.
Hér sjáið þið lökkin sem ég fékk að prófa…
Þið sjáið enn betri myndir af því hvernig lökkin koma út á nöglunum mínum hér fyrir neðan. Neglurnar eru ýmist með tveimur eða þremur umferðum en ég tek það fram sérstaklega ef ég er með þrjár umferðir.
En byrjum á mini settinu…
Mini settið inniheldur fjögur lökk – 3 liti og eitt glimmeryfirlakk. Ég er eiginlega hrifnust af litunum sem eru í minisettinu ég elska þennan fjólubláa og dökkbrúna litinn er á með á mér í dag.
My Dogsled is a Hybrid – hér þurfti ég þrjár umferðir til að liturinn yrði alveg þéttur.
Do You Have this Color in Stock-Holm? – uppáhalds liturinn minn úr línunni.
My Voice is a Litthe Norse – þetta yfirlakk kemur ótrúlega vel út og hellingur af glimmeri sem kemur bara með fyrstu umferð!
How Great is Your Dane? – æðislegur litur sem mér fannst koma skemmtilega út þegar ég var búin að setja það á neglurnar.
Nú að stóru lökkunum sem ég fékk að prófa…
Ice-Bergers & Fries – þessi litur minnir óneitanlega á mjólkursúkkulaði finnst ykkur það ekki. Það er ekki slæmt að vera með naglalakk í stíl við uppáhalds munchið ;)
Skating on Thin Ice-Land – þetta lakk er skyldueign fyrir okkur er það ekki? Liturinn er líka bara ótrúlega flottur sérstaklega fyrir okkur þar sem fjólublár hefur verið að sækja í sig veðrið í vinsældum hjá íslenskum konum síðustu ár.
Thank Glogg it’s Friday – þessi litur kom mér líka skemmtilega á óvart, ég elska áferðina í litnum
sem virðist bleikur og rauður á víxl.
OPI with a Nice Finn-ish – hér er á ferðinni gylltur metal litur sem ég held að verði vinsælastur í línunni í ár. Einfaldlega vegna þess að metal áferðin er eitt af aðalförðunartrendum haustsins. Ef ykkur líst vel á þennan drífið ykkur þá að næla ykkur í hann!
Mér líst svakalega vel á þessa línu en ég fékk mikinn valkvíða þegar ég valdi mér liti til að sýna ykkur og úr varð því að sýna bara sem flesta. Í línuni eru líka mjög flottur bleikur og kóral litur sem og alveg dásamlegur nude litur sem margar verða ábyggilega skotnar í strax. Þegar ég valdi mér litina fór ég mest megnis eftir test spjaldinu sem hangir oftast á stöndunum en það sem ég kann að meta með OPI er að test litirnir eru alltaf í samræmi við lokaútkomuna.
Drífið ykkur nú að næla ykkur í fallegt lakk fyrir haustið – september er handan við hornið og því um að gera að vera búnar að græja neglurnar fyrir það!
EH
Naglalökkin sem ég skrifa um hér fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg