fbpx

Ómáluð…

Ég Mæli MeðFallegtLífið MittLúkkNáðu Lúkkinu

Vitiði það að þó svo ég sé sjálf algjör makeup fíkill þá kemur það ósjaldan fyrir að ég fer í gegnum marga daga án þess að mála mig…
Mér finnst það svo ótrúlega þæginlegt. Ég set bara gott rakakrem á húðina með smá sólarvörn og þá er ég tilbúin í daginn. Þetta lúkk finnst mér best sérsteklega þegar ég sit bara á skrifstofunni og skrifa. Það er nauðsynlegt að gefa húðinni smá pásu frá förðunarvörum reglulega.

Þegar mín húð er búin að fá smá sól þá dökknar alltaf þessi undarlegi fegurðarblettur minn sem sést vel á efri myndinni. Hann er svona einkenni andlitsins míns sem hefur fylgt mér alla ævi. Ég lendi reyndar mjög mikið í því að fólk sé að benda mér á að ég sé skítug í framan – en mér finnst það bara gaman:)

EH

Afmælisglaðningur frá Trendnet...

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Inga Rós

    10. August 2013

    Þú ert svo heppin að komast bara vel upp með að vera ómáluð, það er svo gott að leyfa húðinni að anda aðeins :)

  2. Silja

    10. August 2013

    Fallegasta sumarlúkkið!

  3. Elísabet Gunnars

    10. August 2013

    Falleg ertu ! Skemmtileg færsla :)

  4. Ragnhildur

    11. August 2013

    Hæhæ er með eina spurningu :) veistu hvar er hægt að fá glær box og skúffur til að geyma make up í
    ? er svoleiðis fáanlegt hér á landi ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. August 2013

      ebay – bjargar öllu, lang ódýrast og mesta úrvalið. Leitaðu bara af makeup storage. Ég á úr IKEA sem mér finnst bara alltof stórar og svo erfitt að koma fyrir. En ég hef reyndar líka heyrt af einhverjum hirslum í Rúfatalagernum og Söstrene Grene :)

  5. Heiða Millý

    11. August 2013

    Ég er ekki frá því að þetta séu fallegustu myndirnar af þér ;) (love á make-up-snilldina þína, don’t get me wrong)
    Ég fæddist með fæðingarblett á næstum nkl sama stað og á sömu kinn og þú (pínkuponsu stærri og alveg kringlóttur) sem þurfti að fjarlægja af hræðslu læknis við krabbameinshættu á unglingsárum. Fannst það voða fínt á þeim aldri að losna við hann en sakna hans svakalega í dag því mér fannst hann persónueinkenni mitt eins og þú talar um. Í dag reyni ég bara að vera ánægð með litla örið mitt nema ef ég fer eitthvað fínt þá vinn ég í að fela það ;)
    Takk fyrir make-up tipsin <3