fbpx

og Múmínbollann fær…

FallegtFyrir HeimiliðLífið Mitt

Ég efaðist nú ekki um að það leyndust fjömargir Múmín aðdáendur þarna úti – en þáttákan í þessum litla leik mínum kom mér skemmtilega á óvart! Ég ákvað að splæsa í einn auka bolla þegar ég keypti minn svo bollinn er gjöf frá mér til heppins lesanda og ég mun svo sannarlega gera þetta aftur. Moominhouse mug2

Bollinn býður hér heima hjá mér nýs heimilis og nafn sigurvegarans finnið þið hér neðst í færslunni en fyrst langar mig að nýta tækifærið og sýna ykkur nýju Moomin bollana sem koma í sölu á þessu ári – mér tókst eftir mikla leit að grafa upp myndir á netinu :)

nýjubollarnir

Hér sjáið þið Snúð og Míu, það er aðeins búið að breyta teikningunni og karakterarnir stærri og taka meira plássa á bollunum og þá ekki í hlutfalli. Ég er sérstaklega hrifin af Snúðsbollanum hann er rosalega fallegur og litirnir fanga mína athygli. Míu bollinn er heldur einfaldari en mér finnst hann flottari en sá sem er til núna sov ég hyggst eignast þá báða og eiga þá loksins bolla með þessu fína Múmínfólki á!

sumarbolli

Svo er það þessi skemmtilega bleiki bolli sem er umvafin einhverju sem minnir mig helst á Lagarfljótsorminn en ég finn ekki alveg nægar upplýsingar um þennan bolla eða hvort hann sé í raun að koma í almenna sölu. Miðað við það sem ég er búin að finna út á hann eingöngu að vera fáanlegur í Svíþjóð – ég sem hélt fyrst að þetta væri suamrbollinn. Ó jæja ég hlýt að finna upplýsingarnar fyrr en síðar – og lofa að deila þeim. Annars er þessi mjög skemmtilegur – svona fallega áberandi bleikur :)

En svo ég fari úr einu í annað og segi nú loks frá nafninu á nýjum eiganda :)

Screen Shot 2015-01-26 at 12.06.27 PM

Til hamingju Matthildur – heppin þú!! – Sendu á mig línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og ég læt þig vita hvar þú getur nálgast bollann ;)

Takk aftur kærlega fyrir frábæra þáttöku og mér fannst mjög gaman að sjá hverjir ykkar uppáhalds bollar eru. Bleiki ástarbollinn bar sigur úr býtum í keppninni sem ég skil vel enda óskaplega fallegur bolli og einn af mínum uppáhalds líka.

EH

Olíur á varirnar

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Unnur

    26. January 2015

    Þessi bleiki er held ég í tilefni af átaki í Svíþjóð sem nefnist Keep Sweden Tidy. Hann á að vera til sölu í Svíþjóð en líka á moomin.com í einhvern tíma :-)