Í dag fór síðasta sýningin sem ég var á með skvísunum frá L’Oreal hér í Danmörku. Að því tilefni ákváðu þær að gefa mér dýrðargjafir frá einu uppáhalds naglalakkamerkinu mínu, Essie. Þetta eru allir glænýju litirnir hjá merkinu, þeir eru svo nýjir það þeir eru ekki einu sinni komnir í verslanir í DK.
Ég er alveg sjúk í alla þessa liti – hlakka til að sýna ykkur hvernig þeir koma út innan skamms ;)
Þessi 6 hér að ofan hefðu verið alveg nóg fyrir mig og ég er alsæl með þau en ég fékk þar að auki öll lökkin sem hafa verið notuð frá Essie á sýningunum á tískuvikunni í Kaupmannahöfn – þau sjáið þið hér fyrir neðan…
Þar að auki fékk ég þrjú svona aukalökk, All in One sem er base coat – top coat – strenghtener, Cuticle Oil og glænýtt base coat sem fyllir uppí ójöfnur á nöglunum.
Eftir að hafa spjallað aðeins við hana Line Ahnstrom naglasérfræðing sem sá um neglurnar fyrir Essie hef ég öðlast nýja sýn á naglabandaolíu, hún er greinilega alveg ómissandi og þessi frá Essie mun verða ofnotuð. En ég ætla að skella í eina færslu um ágæti naglabandanæringar á næstunni og deila með ykkur fróðleiknum frá henni Line.
Ég ákvað svo sjálf að bæta við tveimur litum frá merkinu þegar leið mín lá í Matas á strikinu í dag. Þessir tveir eru ekta ég en reyndar held ég að amma mín eigi eftir að verða skotin í ljósari litnum sem er eiginlega alveg eins og varaliturinn hennar. En hún er af þeirri kynslóð að varaliturinn þarf helst að passa við neglurnar :)
Ég ákvað að skella á mig dekkri litnum þegar ég kom uppá hótel núna áðan – hann kemur svona svaka vel út. Liturinn heitir Decadent Dish.
Svo ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið helling af Essie færslum frá mér á næstunni – útskýringuna sjáið þið hér fyrir ofan!
EH
Skrifa Innlegg