Ég hef alltaf lagt það í vana minn að fórna mér fyrir bloggið – henda yfirborðskenndu bulli útum gluggann og gera mitt besta til að sýna ykkur hvað snyrtivörur geta gert. Ég ákvað að gera eitt sem mig hefur lengi langað að gera sem er að sýna ykkur bókstaflega muninn á húðinni minni fyrir og eftir notkun á sjálfbrúnkukremi á sömu myndinni!
Þegar ég fékk að prófa nýtt sjálfbrúnkukrem frá St Tropez þá kom gat ég ekki lengur frestað þessari tilraun og lét því verða af því að bera það bara á annan fótlegginn.
Kremið heitir Gradual Tan Firming og er ætlað fyrir líkama en fyrir er til krem fyrir andlitið. Þetta er sumsé rakamikið bodylotion með stigvaxandi brúnku og hefur á sama tíma þéttandi áhrif á húðina.
Færið ykkur aðeins neðar á síðuna til að útkomuna.
Hér sjáið þið muninn á mynd sem er ekki tekin í flassi….
Hér sjáið þið muninn á mynd sem er tekin með flassi….
… já ég er með svona hvíta húð :)
Áferðin á fótleggnum var ótrúlega falleg, húðin verður mjúk og vel nærð og ég hlakka til að sjá hvort húðin þéttist eitthvað með meiri notkun. En það er svo sem þessi fallegi litur sem ég sækist eftir og góður raki. Ég þarf nú líka að fara að lakka á mér táneglurnar – já og bera krem á hinn fótinn þá verður þetta flott :)
Ásamt bodylotioninu kom önnur nýjung í stigvaxandi sjálfbrúnkulínuna hjá St. Tropez sem hugsuð fyrir konur sem eru farnar að nota krem með virkni í. Þetta er rakamikið krem sem náttúrulegan lit og vinnur gegn fínum línum og byggir líka upp varnir gegn öldrun húðarinnar. Mér datt í hug að það væri ef til vill einhver æðislegur lesandi sem vildi prófa þetta krem. Ég hafði hugsað mér að velja konu sem væri 30 ára eða eldri. Ef þið hafið áhuga á að prófa kremið fyrir mig og skrifa smá dóm um það fyrir næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal endilega sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is.
En hvað segið þið fær þessi fórn mín á fegurð fótleggjanna ekki eins og eitt like? Það er ef ykkur líst vel á þessa tilrauna starfsemi mína til að leyfa ykkur að sjá hvernig vörurnar virka í alvörunni ;)
EH
Skrifa Innlegg