fbpx

Nýtt sjálfbrúnkukrem – Sjáið muninn!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég hef alltaf lagt það í vana minn að fórna mér fyrir bloggið – henda yfirborðskenndu bulli útum gluggann og gera mitt besta til að sýna ykkur hvað snyrtivörur geta gert. Ég ákvað að gera eitt sem mig hefur lengi langað að gera sem er að sýna ykkur bókstaflega muninn á húðinni minni fyrir og eftir notkun á sjálfbrúnkukremi á sömu myndinni!

Þegar ég fékk að prófa nýtt sjálfbrúnkukrem frá St Tropez þá kom gat ég ekki lengur frestað þessari tilraun og lét því verða af því að bera það bara á annan fótlegginn.

Kremið heitir Gradual Tan Firming og er ætlað fyrir líkama en fyrir er til krem fyrir andlitið. Þetta er sumsé rakamikið bodylotion með stigvaxandi brúnku og hefur á sama tíma þéttandi áhrif á húðina.

Færið ykkur aðeins neðar á síðuna til að útkomuna.

st8

Hér sjáið þið muninn á mynd sem er ekki tekin í flassi….

st7

Hér sjáið þið muninn á mynd sem er tekin með flassi….

st5

… já ég er með svona hvíta húð :)

Áferðin á fótleggnum var ótrúlega falleg, húðin verður mjúk og vel nærð og ég hlakka til að sjá hvort húðin þéttist eitthvað með meiri notkun. En það er svo sem þessi fallegi litur sem ég sækist eftir og góður raki. Ég þarf nú líka að fara að lakka á mér táneglurnar – já og bera krem á hinn fótinn þá verður þetta flott :)

st4

Ásamt bodylotioninu kom önnur nýjung í stigvaxandi sjálfbrúnkulínuna hjá St. Tropez sem hugsuð fyrir konur sem eru farnar að nota krem með virkni í. Þetta er rakamikið krem sem náttúrulegan lit og vinnur gegn fínum línum og byggir líka upp varnir gegn öldrun húðarinnar. Mér datt í hug að það væri ef til vill einhver æðislegur lesandi sem vildi prófa þetta krem. Ég hafði hugsað mér að velja konu sem væri 30 ára eða eldri. Ef þið hafið áhuga á að prófa kremið fyrir mig og skrifa smá dóm um það fyrir næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal endilega sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is.

st3

En hvað segið þið fær þessi fórn mín á fegurð fótleggjanna ekki eins og eitt like? Það er ef ykkur líst vel á þessa tilrauna starfsemi mína til að leyfa ykkur að sjá hvernig vörurnar virka í alvörunni ;)

EH

 

Þetta gerðist...

Skrifa Innlegg

17 Skilaboð

  1. Bára

    15. January 2014

    Algjör snilld !!!
    Fæst þetta allstaðar ? Hagkaup og Apótekum ?

  2. Anna

    15. January 2014

    Vá hvað það er mikill munur. Kemur mjög vel út, það er eins og þú hafir stokkið til sólarlanda með annann fótinn ;)

  3. Snædís Ósk

    15. January 2014

    Veistu hvort það séu paraben í þessum kremum?

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. January 2014

      Sko það eru alla vega engin skaðleg paraben efni í þeim. Paraben eru samheitaorð yfir svo ótrúlega mörg orð, sum efnin eru skaðleg og önnur eru það bara alls ekki. En ég bara er ekki með á hreinu hvort þau séu til staðar í þessum…. En ég skal bara senda inn fyrirspurn fyrir þig til að tékka á þessu betur :):)

      • Snædís Ósk

        23. January 2014

        Snilld, takk!

  4. Elísabet

    15. January 2014

    Ég verð að prófa svona – var einmitt á leiðinni að “stelast “í ljós en lýst mun betur á að nota krem til að fríska sig upp!! Er þessi munur eftir eitt skipti með body lotion eða varstu að bera á þig á hverjum degi í nokkra daga?!

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. January 2014

      Neineinei endilega slepptu því! Heyrðu þetta er stigvaxandi brúnka og ég setti þrjár umferðir eitt kvöldið leyfði svona 20 mín að líða milli umferða þannig kremið þornaði alveg. En ég nennti bara ekki að taka þrjá daga í þetta – vissi að það myndi ekki ganga upp hjá mér ;) Það var samt magnað að sjá hvernig liturinn dekktist smám saman á milli umferða en með St Tropez kremin þá sést kemur brúnkan alltaf smám saman – alla vega með þessi krem sem ég hef prófað frá þeim :)

  5. ína

    16. January 2014

    Ein spurning, smitar þetta krem útfrá sér, þá meina ég ef ég færi í t.d. hvítan bol. og er brúnkukremslykt af því.

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. January 2014

      Það er engin lykt af kremunum frá St. Tropez en þetta krem er líka bodylotion og það er smá frískandi ilmur af því eins og er af öllum þannig kremum – alls engin brúnkukremslykt ;) En nei ég hef ekki lent í því að það smiti útfrá sér. En t.d. þetta hér – http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/burt-med-thridjudagsthreytuna/ það er rosalega flott að því leitinu til að þetta er instant tan og það er eins og það myndist húð yfir það þannig þó þú svitnir eða farir útí rigningu þá lekur það ekki – en svo fer það af í sturtu, alveg magnað!

  6. Kolbrún Kjartansdóttir

    16. January 2014

    getur þú sagt mér hver er munurinn á þessu kremi frá þeim og hinum brúnkukremum þeirra (td. froðunni) og hverju myndir þú mæla með?

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. January 2014

      Þetta er stigvaxandi brúnka sem eykst með hverju skiptinu sem þú notar hana. Þetta er krem sem gefur líka mikinn raka og hefur stinnandi áhrif á líkamann og það má bara nota þetta á líkamann. Froðan gefur meiri lit, það er ótrúlega auðvelt að nota hana og þú sérð kannski aðeins betur hvar þú hefur verið að bera hana á. Hana geturðu notað á allan líkamann og í andlitið en það er gott að blanda smá rakakremi saman við froðuna þegar þú berð hana í andlitið. Þetta er frábært að nota daglega en froðan er kannski meira svona fyrir sérstök tilefni eða þegar þú vilt bara fá góðan og meiri lit á styttri tíma :D

  7. Sara

    24. May 2014

    hvað kostar kremið og veistu hvað froðan kostar?