fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni: & Other Stories

& Other StoriesNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínTrendVarir

Eitt af því sem ég var staðráðin í að gera útí Kaupmannahöfn var að heimsækja verslunina & Other Stories – ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir smá vonbrigðum mér fannst búðin eiginlega bara frekar dýr og alla vegar voru engar flíkur sem heilluðu mig í þetta skiptið alla vega – ég gef þó búðinni annan séns einhver tíman seinna.

Ég röltí í gegnum snyrtivörudeildina og fann nokkra hluti sem ég ákvað að taka með mér heim til að prófa. Naglalakk, handáburður og tveir varalitir komu með mér út úr búðinni. Varalitirinir voru valdir af mikilli kostgæfni ég hefði ábyggilega getað tekið með mér miklu fleiri liti út þar sem ég er vægast sagt sjúk í varaliti í augnablikinu. Ég hef sjaldan geta staðist dökka varaliti það vitið þið vel en í staðin fyrir að fara út í fjólubláan ákvað ég að velja rauðbúnan lit sem vantaði í safnið mitt. Svo í takt við eitt af trendum sumarsins valdi ég pastel orange lit.

Varalitirnir frá versluninni eru mjög rakagefandi en með sterkum lit. Þeir eru mjúkir svo það er auðvelt að renna þeim yfir varirnar. Hér fyrir neðan sjáið þið hvernig litirnir koma út á mér…otherstories3Appelsínuguli liturinn er mjög mjúkur og frísklegur – þessi er flottur við ljósar gallabuxur, hvítan bol og strigaskó í sumar. otherstoriesLitur: Sempiternum Brick – 12DK

Dökki liturinn finnst mér bara koma virkilega vel út gefur dáldið 20’s lúkk á varirnar.

otherstories2Litur: Corcovan Wine – 12DK

Ég er með varablýant undir hvorugum litnum.

Þó svo það rati kannski ekki flíkur inní fataskápinn minn frá & Other Stories þá munu vafalaust fleiri snyrtivörur bætast við í framtíðinni :)

EH

Annað Dress: Vinnudress

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. LV

    12. February 2014

    Báðir litirnir mjög flottir :)

    -LV

  2. Edda

    12. February 2014

    “Ég er með varablýant undir hvorugum litnum.” – hvort ertu með varablýant eða ekki :)???

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. February 2014

      Góður punktur – ég var greinilega ekki alveg með þetta þegar ég var að skrifa færsluna ;) Ég er sum sé ekki með varablýant ;)