fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

& Other StoriesmakeupMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Mér fannst vinkona mín hafa staðið sig mjög vel að velja nokkrar snyrtivörur fyrir mig til að prófa úr versluninni & Other Stories – sérstaklega eftir þetta histeríska símtal:) Hún greip þennan dýrðlega handáburð með piparmintu og grænu tei, mattan brúnan augnskugga og bláa maskarann sem mig langaði mest í!!

Hlakka svo til að prófa augnskuggan og maskarann almennilega – ég er strax orðin húkkt á handáburðinum. Þessi búð stefnir í að verða ein af uppáhalds – alla vega snyrtivörudeildin!

Það er mikil dagskrá hjá mér í dag en í hádeginu ætlum við Trendnet píurnar að hittast allar – Helgi er því miður staddur erlendis:( – og svo vona ég að sjá sem flestar á konukvöldinu í Smáralind sem hefst kl 20:00 þar verð ég sem gestakennari f. Maybelline og ætla að kenna nokkrar flottar leiðir til að nota nýju varalitina þeirra sem heita Color Sensational Vivids – notaði þá t.d. í Ombre varalitasýnikennslunni. Vona að ég sjái fullt af lesendum!

EH

Bjútíklúbbur

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Þurý Björk

  14. March 2013

  Blái maskarinn er ekkert smá girnilegur! Hvernig er hann á? Áttu kannski mynd?

 2. Helena Gunnars Marteinsdóttir

  2. April 2013

  Erna thú verdur ad fara kíkja í smá mædraorlof til Køben svo vid getum kíkt saman í &other stories, ELSKA tessa búd!

  • Ó hvað mig langar mikið til Köben og í þessa búð mest af öllu þó að fá að hitta þig loksins eftir allan þennan tíma*** Ég læt þig vita ef mér verður af ósk minni;)