fbpx

Nýtt í fataskápnum: röndótt!

Annað DressLífið MittNýtt í Fataskápnum

Ég hef nú sjaldan verið annað en þekkt fyrir dálæti mitt á þægilegum buxum og versluninni VILA, í fyrradag náði ég að sameina þetta tvennt og splæsti í nýjar og æðislegar röndóttar buxur í fallegu búðinni. Þið munið kannski eftir öðrum röndóttum buxum sem ég hef oft skartað hér á síðunni sem fengust á síðast ári í VILA en þær voru hvítar með þunnum svörtum röndum og dáldið grófar. Ef þið viljið rifja upp hvernig þær eru þá finnið þið þær hér – VILA BUXUR.

Buxurnar sem ég keypti mér um daginn voru að koma og þær eru nánast úr sama sniði en þær eru þó úr meira svona joggingefni og í öfugri litasamsetningu – svartar með hvítum röndum en þær eru líka til hinsegin. Svo toppa reimarnar í mittinu alveg lúkkið!

vilarendur2

Hér sjáið þið þær í öllu sínu veldi – uppá vegg :) Ég tók þær í stærð medium og þær smellpassa og eru svo þægilegar. Ég er svo alltaf í mínum fínu sokkabuxum innanundir sem styðja vel við líkamann og mjúka efnið í buxunum fer vel með sokkabuxurnar.

vilarendur3

Mæli eindregið með þessum og ég er nú þegar búin að fá nokkrar fyrirspurnir um hvaðan buxurnar eru eftir að ég birti dress fótleggjanna minna á Instagram í gær. Í gær var viðburðarríkur dagur en ég fór m.a. inní Verzló eins og á hverju ári og kenndi þar rúmlega 120 stelpum réttu handtökin fyrir Nemendamótið þeirra sem er í kvöld. Þær voru vonandi lukkulegar með fyrirlesturinn og glaðninginn sem þær fengu allar og vona að þær skarti allar stoltar Tanya Burr augnhárunum sínum í kvöld:) En buxurnar hentuðu tilefninu vel og voru svo þægilegar að vera í en samt svo smart.

photo copy 2

Hin „flíkin“ sem vakti líka lukku voru silfurlituðu strigaskórnir mínir frá Bianco. Ég ákvað að skella mér í þessa í gær og segja slabbinu stríð á hendur! Ég nenni ekki að geyma svona fína skó inní skáp ég vil bara sýna öllum þá og ég var endalaust spurð útí þá – fullkomnir fyrir sumarið og vekja athygli alls staðar sérstaklega á kennaraskrifstofunni í Verzló ;)

Mæli með röndóttum kósýbuxum fyrir vorveðrið íslenska – fullkomnar í vinnu og skóla og auðvelt að klæða upp og halda stílhreinum.

EH

Þegar einar dyr lokast, þá opnast gluggi...

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Ragga

    5. February 2015

    Þessar eru klikk flottar, svo illa sturlaðar að ég keypti mér báða litina! :) ég gat bara hreinlega ekki valið á milli

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. February 2015

      ohh ég skil þig vel! Eina sem stoppar mig í að kaupa ekki hinn litinn er að ég á hinar og þær eru eiginlega alveg eins fyrir utan bleiku reimarnar :D

      • Ragga

        5. February 2015

        Haha, ég á líka hinar sem ég keypti í fyrra!!! :) ég hef á tilfinningunni samt að þessar nýju muni halda sér betur en hinar, fannst þær óþarflega fljótt verða pínu sjúsklegar sem er líklega út af efninu í þeim.
        En ég ákvað að splæsa bara í þær báðar og vera þá bara extra fabjúlöss í vor ;)

  2. Linda

    5. February 2015

    Hvaða fínu sokkabuxur er verið að tala um :)?

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. February 2015

      heyrðu síðustu þrjá mánuði hafa það verið meðgöngusokkabuxur ;) En fyrir það hef ég alltaf notað Shock Up 60dena sokkabuxur frá Oroblu það eru mínar all time uppáhalds!