Ég hef nú sjaldan verið annað en þekkt fyrir dálæti mitt á þægilegum buxum og versluninni VILA, í fyrradag náði ég að sameina þetta tvennt og splæsti í nýjar og æðislegar röndóttar buxur í fallegu búðinni. Þið munið kannski eftir öðrum röndóttum buxum sem ég hef oft skartað hér á síðunni sem fengust á síðast ári í VILA en þær voru hvítar með þunnum svörtum röndum og dáldið grófar. Ef þið viljið rifja upp hvernig þær eru þá finnið þið þær hér – VILA BUXUR.
Buxurnar sem ég keypti mér um daginn voru að koma og þær eru nánast úr sama sniði en þær eru þó úr meira svona joggingefni og í öfugri litasamsetningu – svartar með hvítum röndum en þær eru líka til hinsegin. Svo toppa reimarnar í mittinu alveg lúkkið!
Hér sjáið þið þær í öllu sínu veldi – uppá vegg :) Ég tók þær í stærð medium og þær smellpassa og eru svo þægilegar. Ég er svo alltaf í mínum fínu sokkabuxum innanundir sem styðja vel við líkamann og mjúka efnið í buxunum fer vel með sokkabuxurnar.
Mæli eindregið með þessum og ég er nú þegar búin að fá nokkrar fyrirspurnir um hvaðan buxurnar eru eftir að ég birti dress fótleggjanna minna á Instagram í gær. Í gær var viðburðarríkur dagur en ég fór m.a. inní Verzló eins og á hverju ári og kenndi þar rúmlega 120 stelpum réttu handtökin fyrir Nemendamótið þeirra sem er í kvöld. Þær voru vonandi lukkulegar með fyrirlesturinn og glaðninginn sem þær fengu allar og vona að þær skarti allar stoltar Tanya Burr augnhárunum sínum í kvöld:) En buxurnar hentuðu tilefninu vel og voru svo þægilegar að vera í en samt svo smart.
Hin „flíkin“ sem vakti líka lukku voru silfurlituðu strigaskórnir mínir frá Bianco. Ég ákvað að skella mér í þessa í gær og segja slabbinu stríð á hendur! Ég nenni ekki að geyma svona fína skó inní skáp ég vil bara sýna öllum þá og ég var endalaust spurð útí þá – fullkomnir fyrir sumarið og vekja athygli alls staðar sérstaklega á kennaraskrifstofunni í Verzló ;)
Mæli með röndóttum kósýbuxum fyrir vorveðrið íslenska – fullkomnar í vinnu og skóla og auðvelt að klæða upp og halda stílhreinum.
EH
Skrifa Innlegg