fbpx

Nýtt: CC krem frá Estée Lauder

Estée LauderFallegtHúðMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk prufu af nýja CC kreminu frá Estée Lauder. Þetta krem er alveg glænýtt og var þess vegna ekki í stóru yfirferðinni minni um CC kremin sem þið finnið HÉResteelaudercckrem6

CC kremið frá Estée Lauder nefnist Revitalizing Supreme Global Anti Aging CC Creme. Ef þið þekkið eitthvað vörurnar frá merkinu þá ættuð þið að kveikja á Revitalizing nafninu en það er mjög vinsæl vörulína innan merkisins sem er þróuð fyrir eldri húð eða húð sem er farin að finna fyrir einkennum öldrunar í húðinni.

Formúla kremsins er ótrúlega létt og húðin fær jafnan og heilbrigðan ljóma. Þetta er eitt af léttustu CC kremunum sem ég hef prófað. Náttúruleg áferð er hér í hávegum höfð og þekja er ekki í aðalhlutverki heldur fullkomin áferð.

Esteelaudercollage

Á samsettu myndinni sjáið þið hvernig kremið umbreytist þegar það kemst í snertingu við húðina. Efst í vinstra horninu sjáið þið túpuna – klárlega ein af flottustu umbúðunum fyrir CC kremin. Næst er það svo kremið á handabakinu mínu þegar það kemur útúr túpunni. Svo er ég aðeins búin að dreifa úr því og liturinn kemur smám saman í ljós. Á síðustu myndinni er ég svo búin að dreifa alveg úr kreminu og jafna áferðina. Þið sjáið alveg muninn á handabakinu, húðin er mun áferðafallegri og jafnari eftir að kremið er komið á hana.

esteelaudercckrem5Ég var að fá að prófa nýja myndavél frá Canon fyrir förðunarmyndirnar mínar – nú er ég með Canon EOS 100 D og gæðin eru alveg rosaleg!!

En annars þá elska ég svona vörur sem umbreytast svona svakalega frá því þær koma úr túbunni og þangað til þær eru komnar í snertingu við hitann frá húðinni. Einhvern veginn þá á ég auðveldara með að trúa því að kremin aðlagist mínu litarhafti þegar það er ekki þá þegar litur á því. Önnur krem eins og þetta eru auðvitað Daywear kremið frá Estée Lauder, BB og CC kremin frá L’Oreal og nýjasta varan Miracle Skin Cream frá Garnier. Sú síðastnefnda og þessi hér fyrir ofan eru svo sannarlega vörur sem aðlaga sig að húðlit hvaða konu sem er – þið sjáið alveg hvað ég er með ljósa húð og hvað hún er með náttúrulega ásýnd með kreminu á sér. Það aðlagast svo sannarlega mínum húðlit og áferð húðarinnar minnar.

Kremið frá Estée Lauder er eins og nafnið gefur til kynna að vinna gegn merkjum öldrunar í húðinni svo ég myndi segja að það væri fyrir a.m.k. 25 ára og eldri eftir að sjálfsögðu ástandi húðarinnar. Ef þið eruð t.d. með þurra húð þá gæti verið sniðugt að prófa þetta krem þar sem anti ageing vörur eru mjög rakamiklar þar sem húðin verður oft fyrir rakatapi þegar hún eldist og efni sem vinna á móti fínum línum gefa húðinni rakamikla fyllingu. Ef þið eruð hins vegar á mínum aldri og ekki alveg komnar á anti aging stigið þá ættuð þið kannski að skoða vörurnar sem ég nefni hér fyrir ofan.

EH

Förðunartrend SS14: gloss

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Begga Veigars

    17. April 2014

    Ég eeeelska kremin frá Estée Lauder! Hef alltaf notað litaða dagkremið frá þeim í mörg ár, verð að prófa þetta!! :)