fbpx

Nýr maskari – sjáið muninn!

AuguÉg Mæli MeðHelena RubinsteinMakeup ArtistMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég var að prófa nýjan maskara frá Helenu Rubenstein. Helena kann sitt fag þar sem hún útbjó t.d. fyrstu vatnsheldu maskaraformúluna. Síðan þá hefur merkið keppst við að vera leiðandi þegar kemur að möskurum.

Nýjasti maskarinn heitir Surrealist Everfresh. Það nýja og merkilega við þennan maskara eru umbúðirnar – þær keppast við að halda lofti frá formúlunni svo hún þornar síðar. Auglýsingarnar segja að formúlan þorni bara ekki – ég ætla mér að láta reyna á það. Ég passa samt alltaf uppá að loka umbúðunum vel og geyma maskarann á góðum stað. En maður finnur alveg fyrir því að formúla maskara byrja venjulega að þorna eftir svona 2-3 vikur í notkun.

Ég sé alveg ótrúlega mikinn mun á augnhárunum mínum – þau eru frekar dökk að eðlisfari svo munurinn sést vel:

– Augnhárin eru aðskildari, burstinn greiðir úr þeim frá rótinni.
– Augnhárin virðast lengri.
– Augnhárin virðast þéttari – það er auðvelt að setja litinn með burstanum á svæði sem erfitt   er annars að ná til. Eins og uppvið rót augnháranna og við augnkrókana.
– Auk þess finnst mér burstinn lyfta augnhárunum frá augunum mínum.

Formúlan dreifist jafnt yfir burstann svo það myndast ekki klumpar á augnhárunum af því það fer of mikill maskari á augnhárin sem er mikill kostur.

Maskarinn er með oddmjóum gúmmíbursta með mislöngum hárum sem umlykja hausinn. Hann er auðveldur í notkun og mér finnst hann endast allan daginn á augnhárunum mínum. Ég þríf hann svo á kvöldin með augnhreinsi. Formúlan er þétt svo hún smitast ekki og gerir húðina svarta. Heldur fer formúlan nánast bara í heilu lagi.

Frábær maskari – ég vona að hann endist lengi eins og hann á að gera :)

EH

Náðu Lúkkinu

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Fríða

    29. June 2013

    Maskararnir frá henni eru æði! Á einn svona og finnst hann einmitt gera augnhárin mín alveg æði!