fbpx

Náðu Lúkkinu

FyrirsæturLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuVarir

Enn og aftur er það Cara sem á lúkkið í „náðu lúkkinu“ lið vikunnar:)

Hér myndi ég segja að augabrúnirnar væru í aðalhlutverki ásamt vörunum.

  • Til að ná augabrúnunum væri best að þétta þær með því að setja dökkan augabrúnablýant á milli háranna. En passið ykkur þó að velja brúnan lit sem hentar ykkar litarhafti. Ef þið eruð með þynnri augabrúnir en Cara ekki reyna að teikna þær á – gerið sem mest úr ykkar eigin augabrúnum með því að greiða hárin t.d. upp og setjið svo gel eða hársprey í þær svo þær haldi sér.
  • Setjið sanseraðan koparlitaðan augnskugga yfir augnlokið og meðfram neðri augnhárunum. Dreifið jafnt úr litnum yfir augun.
  • Frá þessu sjónarhorni virðist hún ekki vera með skarpan eyeliner – ég myndi frekar nota svartan mattan augnskugga fyrir eyeliner og fara sparlega með hann.
  • Notið ljósan mattan augnskugga til að jafna útlínur augnskuggans – setjið ljósa litinn við útlínur kopar litaða augnskuggans.
  • Setjið ljósan sanseraðan augnskugga í innri agunkrókana.
  • Setjið svartan maskara á augnhárin.
  • Finnið svo flottan orange rauðan varalit og setjið á varirnar. Þið getið líka sett orange varablýant yfir varirnar og sett svo rauðan varalit yfir hann.
  • Svo myndi ég setja nóg af möttu sólarpúðri undir kinnbeinin og loks brúntóna kinnalit í kinnarnar.

Ég dýrka þessa mynd og þetta makeup – fullkomið föstudags!

EH

Bloggáskorun #7 - flottasta stjarnan

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna

    29. June 2013

    Var að skoða svona burstasett frá sephora og sá að grunnsettið kostar alveg 15000 kr minna en bobbi brown, veistu nokkuð hvort sephora burstarnir eru góðir? :)