fbpx

Nýr háglans frá OPI!

Ég Mæli MeðMakeup TipsneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumOPI

Loksins, loksins get ég tekið fallegar og almennilegar naglalakksmyndir. Gifsið er farið en þetta var reyndar ekkert sérstaklega auðvelt að taka myndirnar þar sem úlnliðurinn er illa farinn en þetta var samt mjög góð styrktaræfing að snúa svona uppá hann. Ég ákvað að vera ekki að taka myndir af nýjustu naglalakkalínunni frá OPI fyr en gifsið væri farið – lökkin eru bara alltof falleg til að þurfa að líða fyrir það að vera með leiðindar gifsi á mynd ;)

En hér sjáið þið lakk úr nýju Inifinite Shine línunni frá OPI – línan ber nafn með réttu því ef vel er að gáð þá sjáið þið spegilmyndina mína í nöglunum!
opishine4

Línan samanstendur af fullt af glæsilegum litum. Þetta er alveg ný lína í úrvali hjá OPI hér á Íslandi. Lökkunum í línunni er ætlað að endast betur en önnur, bera ómótstæðilegan glans sem allir falla fyrir. Hér er í raun á ferðinni lína sem er mitt á milli þess að vera gellökk og venjuleg lökk – þau bjóða þér uppá að fara í naglasnyrtingu heima hjá þér sem endist vel og lengi og hitalampi er óþarfi.

opishine

Það sem er þó þörf á er Infinite Shine Gel Effects Duo Pack sem inniheldur tvö lökk – grunnlakk og yfirlakk sem gefur þennan svakalega glans. Mér finnst mjög skemmtilegt að öll lökkin eru merkt – meirað segja litirnir sem fylgja ekki með í tvennunni eru merkt með tölustafinum tveimur. Lökkin eru í raun alveg eins og önnur OPI lökk þegar kemur að pensli og umbúðum og eru mjög þægileg í notkun. Ég fékk grunnpakkann og tvo liti til að prófa. Hingað til hef ég bara prófað annan litinn – ég hef bara ekki enn þurft að skipta því hann endist svo vel.

opishine3

Hér sjáið þið lökkin sem ég er með á naglamyndunum. Fyrst er það grunnurinn hann jafnar yfirborð naglanna og gerir þær því að hinum fullkomna grunni til að setja litinn á. Það þarf eingöngu að setja eina umferð af grunninum. Svo er komið að litnum þar eru tvær umferðir nauðsyn – minn litur heitir Strong Coal-ition. Formúlan er mjög þétt og tvær umferðir alveg nóg. Loks er það svo gloss lakkið sem fer yfir litinn og gefur þennan svakalega flotta glans og tryggir góða endingu. Það er gott að passa vel uppá að lakkið fari vel yfir brúnir naglanna til að tryggja að lakkið nái að þekja alveg alla nöglina og ekkert svæði sé undanskilið til að tryggja endinguna og það að það kvarnist ekki uppúr lakkinu.

Það er um að gera að vanda sig smá því það tryggir enn flottari útkomu og enn lengri endingu. Þetta tekur litla sem enga stund því lökkin eru mjög fljót að þorna. Glansinn endist mjög vel hann er langmestur fyrstu dagana og dofnar svo aðeins en alls ekki mikið hann er alla vega miklu meiri en á venjulegum lökkum.opishine5

Ég er rosalega hrifin af þessum dökkgráa lit – hann er tímalaus og klassískur og passar við allt. Mér finnst gott að hafa það í huga þegar ég er að velja mér svona lökk sem ég er að setja á mig til að vera með í lengri tíma.

opishine2

Hér sjáið þið hinn litinn sem ég valdi mér Staying Neutral alveg anstæðan við hinn litinn en samt svona klassískur sem passar við allt.

Mér finnst þetta virkilega skemmtileg lína sem verður til á flestum sölustöðum OPI á Íslandi, þó ekki öllum því eins og ég segi þá er þetta ný lína hjá OPI. Infinite Shine lökkin eru í sérstöndum og þau skilja sig frá klassísku lúkkum með silfurtöppunum sínum. Skv. Facebook síðu OPI hér á Íslandi eru lökkin fáanleg í Hagkaup Smáralind og Kringlu. Þessi eru fullkomin fyrir okkur sem vinnum t.d. í verslunum og erum alltaf að sýna eitthvað með höndunum, fyrir t.d. flugfreyjum og þær sem vilja vera með fallegar, glansandi neglur og þurfa ekki að vera að lappa uppá þær á nokkurra daga fresti. Svo held ég líka að það sé fullkomið að nota þessi á tásurnar í sumar við sandala – lakk sem endist lengi og þarf ekki að laga aftur og aftur það er eitthvað fyrir mínar tásur alla vega.

Mæli með – endingin er alla vega til fyrirmyndar og það er hægt að spegla sig í áferðinni gerist varla skemmtilegra!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Bíbí

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Sigrún

    13. April 2015

    Hvað er þetta lakk að endast mikið lengur en þessi venjulegu? :)

    • Ég myndi segja miðað við þessa stuttu reynslu mína er þetta alla vega vika – en það þarf að passa að loka alveg nöglunum með top coatinum þ.e. á brún naglanna svo það kroppist pottþétt ekki upp ;)