Eins og þið sáuð þegar ég sýndi ykkur myndir af nýja snyrtiborðinu þá skortir mig sko ekki vörur en hins vegar þá vantar mig fleiri hirslur. Á öðrum snyrtivörubloggum sér maður rosalega flottar glærar hirslur sem við á Íslandi getum reyndar alveg keypt í gegnum netið og látið senda til okkar en þær eru að mínu mati bara alltof dýrar – alla vega fyrir plast ;)
Þegar ég raðaði í snyrtiborðið voru augnskuggarnir einhvern veginn útum allt og ekkert skipulag í skúffunni sem hélt utan um þá. Það er ekkert mál að stafla upp pallettum en þessir stöku augnskuggar eru aðeins erfiðari og fara einhvern veginn útum allt þegar maður opnar og lokar skúffunum. Ég fékk mér því fleiri glær box í Söstrene Grene eins og ég er með utan um glossin mín í hillueiningunni. Raðaði augnskuggunum í boxin, hlóð þeim ofan á hvert annað og setti svo varalitastandana mína ofan á.
Mér finnst þetta bara koma virkilega vel út og gefur sko ekki flottu makeup hirslunum eftir – svo sparar það ótrúlega mikið pláss að hlaða þeim ofan á hver annan. Ég þyrfti samt helst að eignast nokkur box í viðbót til að koma öllum augnskuggunum fyrir vonandi hættir verslunin ekki með þau alveg á næstunni!
Mér fannst dáldið gaman að geta snúið flottu augnskuggunum svona fram – eins og þið sjáið þá eru hér hin ýmsu merki en ég er rosalega hrifin af mörgum augnskuggum – finnst ekkert endilega neitt merki standa framar en önnur þegar kemur að augnskuggum. Ég er þó alltaf skotin í kremuðum augnskuggum fyrir það helsta að það er svo auðvelt að bera þá á augnlokin!
EH
Skrifa Innlegg