Fallegur ruggustóll var að bætast í innbúið okkar Aðalsteins – ég á hann samt eins og ég hef lagt mikla áherslu á. Ruggustóllinn var áður inná heimili ömmu og afa en henni fannst alveg upplagt að ég fengi hann því ég talaði svo mikið um hvað mér fyndist þæginlegt að rugga mér í lazyboy stólunum þeirra á meðan ég var að gefa Tinna að drekka.
Mér finnst gaman að heimilið mitt innihaldi bæði ný húsgögn og eldri með sögu. Svo þarf ég bara að krossleggja fingur og vona að notknot púðarnir fari að mæta í Aurum svo ég geti fengið mér einn fyrir inneignarnótu sem ég á í versluninni. Hefur dreymt svo lengi um svona púða að ég get ekki hugsað mér að fá mér neitt annað úr versluninni. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða litur passar í nýja ruggustólinn.
Heimilinu var alveg snúið á hvolf til að koma stólnum fyrir en ég er ánægð með að hafa hann þarna uppvið gluggann. Hann er í einum enda íbúðarinnar svo þegar ég sit í honum sé ég yfir alla íbúðina – og get skipað öðrum íbúum hennar fyrir á meðan sonurinn drekkur.
EH
Skrifa Innlegg