fbpx

A. Wang – Riddarar & Rauð Tögl

FallegtFashionStíllTrend

Sýningin hans Alexander Wang-s var að klárast rétt í þessu. Við sonurinn kúrðum okkur saman yfir tölvunni og fylgdumst spennt með. Það má reyndar deila um það hvort hann hafi verið spenntari yfir tískunni sem kom fyrir augun á honum eða mjólkinni sem hann drakk ákaft.

Það sem mér finnst alltaf gaman að sjá hjá Alexander er að öll collectionin hans passa svo vel saman það er alltaf svipaður stíll yfir þeim – stíllinn hans. Þú veist alltaf hvenær þú ert að horfa á sýningu frá honum. Hann var svo sannarlega samkvæmur sjálfum sér í kvöld.

Sýningin hófst á flottum, þungum flíkum úr ullarefnum í bland við leður. Fyrirsæturnar voru með þykkar húfur og hettur yfir og minntu hálfpartinn á riddara – mjög smart riddara. Rauðu töglin komu svo undan hettunum. Síðar kápur og flottir jakkar eins og við erum búnar að venjast í vetur verða áfram inn samkvæmt Alexander ég get ekki sagt að ég sé mótfallin því. Grái liturinn var einkennandi en mér fannst rauðbrúnu leðurflíkurnar 2 – það er mynd af annarri hér fyrir neðan – ótrúlega flottar og komu með flott contrast á móti einföldu litunum. Eftir því sem leið á sýninguna léttist klæðnaðurinn á fyrirsætunum töluvert og flíkur einna helst úr jersey efni með áhugaverðu munstri komu niður pallinn. Munstrið minnti helst á burstastrokur eða tígrisdýrarendur – þið dæmið fyrir ykkur sjálfar.

Sýningin fór frá ull í jersey efni og endaði í silki. Mér fannst hún flott og mér finnst að við ættum bara að klappa öll sömul fyrir meistaranum – það gerðum við Tinni alla vega í lok sýningarinnar.

EH

Fyrirsætur með rauð tögl hjá A. Wang

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna

    9. February 2013

    Algjör snillingur!