fbpx

Ný augabrúnarútína

Makeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég annað hvort sendar sem sýnishorn eða sem jólagjöf. Ég skrifa um allt af hreinskilni og vil að þið getið treyst mínum skrifum.

Nýtt ár – nýjar augabrúnavörur! Árið 2015 var svo sannarlega ár augabrúnanna, ekki bara hjá sjálfri mér heldur hjá svo fjölmörgum öðrum. Allt í ein urðu augabrúnir að ómissandi fylgihlut sem margar gátu ekki farið úr húsi án þess að móta og skerpa á. Augabrúnanýjungar hafa held ég bara aldrei verið jafn margar og persónulega sankaði ég að mér alls konar vörum því að sjálfsögðu þá er engin eins ;)

Ég tók fyrir augabrúnapælingar, uppáhalds augabrúnavörurnar mínar frá síðasta ári ásamt sýnikennslu á nýjustu augabrúnavörurnar í snyrtibuddunni inná snapchat rásinni minni —> ernahrundrfj <— endilega fylgist með!

smashboxbrunir2

Vörurnar sem ég sýndi eru frá Smashbox, þetta er skrúfblýantur, púður og highlighter fyrir augabrúnirnar. Mér þykja vörurnar frá Smashbox alltaf mjög skemmtilegar, þær eru nýstárlegar og koma alltaf vel út. Vörurnar eru hannaðar í stúdíóum Smashbox og eru hannaðar með það umhverfi í huga – að þær skapi fallega ásýnd andlits fyrir myndatökur – hver vill ekki vera alltaf photo reddí í þessum blessaða heimi sem við lifum í ;)

Mig langaði að setja hér smá texta þar sem ég fer yfir augabrúnirnar mínar hér fyrir ofan og hvernig ég fór að því að ná þeim. Augabrúnirnar mínar eru fyrir mjög dökkar og frekar svona miklar, ég hvorki plokka né lita þó ég lagi nú stundum aðeins til svona á milli þeirra. En það sem ég þarf helst að gera er að ef ég vil móta þær og ekki hafa þær of  miklar þá ramma ég þær inn og svo þarf ég smá fyllingu. Hárin eru mjög dökk en húðin er mjög ljós svo þær eru stundum tómlegar og þá þykir mér alltaf gott að nota vöru eins og púðrið hér að neðan.

smashboxbrunir4

Brow Tech Shaping Powder frá Smashbox í litnum Dark Brown.

Ég byrjaði á því að móta útlínur augabrúnanna með skrúfblýantinum frá Smashbox sem þið sjáið hér neðar. Myndirnar eru kannski smá í vitlausri röð. En þegar ég hef rammað inn útlínur augabrúnanna og fyllt svona smá inní hér og þar þá greip ég í púðrið. Þetta er svona örmjór svampoddur sem er notaður til að bera þetta alveg matta og nánast hreina púður umhverfis augabrúnirnar. Það sem þessi svampur hefur fram yfir aðra svona sem ég hef notað er að han er oddmjór svo ég á auðveldara með að líka ramma inn augabrúnirnar með þessum. Ég gerði það líka hér bara til að skerpa enn frekar mótunina og ná að þykkja augabrúnirnar og þétta alveg frá rót háranna. Ég set lítinn sem engann lit alveg fremst í augabrúnirnar til að halda þeim náttúrulegum þar því ef ég geri of skarpt eða of dökkt þar þá verð ég mjög grimm og hvöss í framan – endilega hafið það í huga líka.

Þegar ég notað púðrið fyrst þá kom dáldið mikið uppúr en ef maður strýkur aðeins úr svampinum við fyrstu notkun þá kemur það í veg fyrir að það fari of mikið af formúlu á augabrúnirnar. Svo er líka alltaf betra að setja minna en meira því það er auðvelt að bæta við en aðeins mera vesen að draga úr.

smashboxbrunir3

Brow Tech Matte Pencil í litnum Taupe & Brow Tech Highlight í litnum Gold Shimmer frá Smashbox.

Hér fyrir ofan sjáið þið skrúfblýantinn – hann er þessi fyrir neðan sem er ekki í fókus ;). En hann er alveg mattur og það kemur alveg passlega mikið magn af lit. Munið að því fastar sem þið þrýstið blýantinum niður því meiri litur kemur og þvi lausar sem þið þrýstið því minni litur kemur. Alltaf gott að byrja að þrýsta laust þegar þið prófið fyrst til að átta ykkur betur á vörunni. Ég ramma inn útlínur augabrúnanna með þessum lit, ég byrja á að nota greiðuna til að greiða hárin upp, móta þannig undir augabrúninni, svo greiði ég hárin niður og móta aðeins fyrir ofan augabrúnina – ég móta aldrei alveg alla fyrir ofan bara ytri helminginn, frá boga og útí enda. Svo fylli ég smá inní með blýantinum og teikna nokkur hár þar sem ég þarf.

Næst setti ég svo púðrið á…

Svo er það highlighterinn virkilega skemmtileg vara! Ég setti hann undir bogann í augabrúnunum til að lyfta þeim upp og gefa húðinni ljóma. En þennan má líka nota inní augabrúnirnar til að setja smá strípur í hárin og lífga þannig aðeins uppá þær – ég þarf að prófa það næst. Svo fannst mér líka bara mjög fallegt að nota þennan í kringum augun, kemur mjög falleg gyllt áferð frá honum. Elska vörur sem má nota á fleiri en eina vegu!

smashboxbrunir5

Gleðilegt nýtt augabrúnaár!

Hvað ætli verði aðal trendið á nýju ári, ég ætla alla vega að giska á að highlighterinn muni endanlega sigra snyrtibuddur íslenskra kvenna – passið bara að setja ekki of mikið ;)

Erna Hrund

Uppáhalds heimilisilmurinn minn

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Fanný

    8. January 2016

    “Svo er líka alltaf betra að setja meira en minna”…. Á þetta ekki að vera “minna en meira” ? :) Takk samt fyrir góðan pistil, líst vel á þessar vörur.