Jæja dömur setjist nú niður og lesið því hér er fróðleikur framundan. Nú hef ég reynt að gera mitt besta til að fræða ykkur um stafrófskremin eins og ég kýs að kalla þau. Það eru sumsé kremin sem þið þekkið eflaust best sem BB og CC krem – það eru sífellt miklar viðbætur í stafrófskremalínunni og það nýjasta eru EE krem.
Ef við byrjum á byrjuninni…
- AA – kom fyrst, stafirnir standa fyrir Anti Ageing og eru samheiti yfir krem sem vinna á einkennum öldrunar í húðinni. Þau hafa aldrei beint verið sett fram sem partur af stafrófskremunum en voru þó fyrst og á sinn hátt störtuðu þau þessu hæpi. Fyrir mitt leiti til finnast mér þetta svona smá eftir á skýringar þar sem það var aldrei talað um AA krem fyr en eftir að BB og CC kremin komu og sigruðu markaðinn.
- BB – stendur fyrir Blemish Balm eða Blemish Base. Þegar ég þarf að útskýra á stuttan máta hvað BB krem eru þá finnst mér best að tala um krem sem eru blanda af lituðum dagkremum og primer. Þar sem BB kremin jafna yfirborð húðarinnar og fylla uppó ójöfnur og í stuttu máli fullkomna þau yfirborð húðarinnar og eru frábær grunnur.
- CC – stendur fyrir Color Corrector eða Correcting. Litaleiðréttandi kremin sem fullkomna litarhaft húðarinnar. Flest kremin eru ljósbrún á lit með ljóma þá ná þau að draga fram náttúrulegan ljóma okkar húðar á fallegan hátt. Mörg kremanna innihalda litaleiðréttandi agnir – sumar eru brúnar aðrar eru í þessum litum sem vinna á móti öðrum litum t.d. eins og græn krem sem draga úr roða og fjólublá krem sem draga úr þreytu.
- DD – stendur fyrir Dynamic Do-all, þessi náðu sér aldrei á flug enda var því spáð að hér væru um fótaáburð að ræða svo kom eitt merki með DD krem og það einhvern vegin floppaði aðeins og merki eru farin að sjá að þau þurfa ekki að fara eftir stafrófsröðinni og hafa því mörg þeirra frekar leitast eftir að framleiða vöru sem þeim finnst eftirspurn eftir á markaðnum og nefnt þá eftir stöfum.
Sem færir okkur að EE kremum…
- EE stendur fyrir Even Effect og því er ætlað með hjálp annarra vara að litaleiðréta húðina til langs tíma. Það má því segja að það sé á sinn hátt Anti Ageing vara því það vinnur t.d. á móti myndun bletta í húðinni og eftir stöðuga notkun er sjáanlegur árangur á húðinni.
Fyrsta EE kremið er nú fáanlegt hér á Íslandi og það er frá Estée Lauder. Ég var virkilega spennt að sjá og prófa kremið og hef nú aðeins potað í það og prófað og mér líst vel á. Mínar uppáhalds Pixiwoo systur hafa mikið verið að nota kremið en þær nota það fyrst og fremst sem förðunarvöru en ekki snyrtivöru. EE kremið má nota á tvo vegu til að gefa húðinni ljóma og gríðarlega áferðafallegan grunn undir meiri farða og svo má nota það með öðrum vörum frá Estée Lauder úr vörulínu sem nefnist Enlighten og þá ná vörurnar saman að skila góðum árangri við litabreytingum í húðinni og færa húðinni ljómann sinn aftur og jafnan húðlit.
Svo það gæti verið að munurinn á EE og CC kremunum sé ekki alveg skýr fyrir ykkur en hér er um að ræða langvarandi leiðréttingu og krem sem setur markið sérstaklega á að draga úr myndun litabletta í húðinni. CC krem hafa sjaldan sett mark sitt á að leiðrétta til frambúðar litamun og hafa heldur verið að virka eins og litaleiðréttandi primerar frekar en húðvara. Eins og þið sjáið líka augljóslega hér að neðan gefa flest CC krem töluvert meiri og þéttari þekju en EE kremið.
Kremið er ofboðslega létt í sér og er með svona hint af lit en það er fáanlegt í þremur mismunandi litatónum sem er mun meira en hægt er að segja um önnur stafrófskrem. Kremið gefur húðinni þennan ómótstæðilega ljóma og með því fylgir mikið líf. Þetta er eitt af þessum kremum sem ég myndi setja í flokk með svokölluðum þreytubönum. Það gefur létta og litla þekju en það er t.d. fullkomið fyrir mig dags daglega sem er með lítið sem ekkert á húðinni nema með góða sólarvörn. Í þessu kremi fæ ég SPF 30, áferðafallegri húð og mikinn ljóma.
Ég tók fyrir og eftir myndir til að sýna ykkur hvað kremið gerir – takið sérstaklega samt eftir því hvað húðin er náttúruleg.
Fyrir:
Takið sérstaklega eftir litamuninum í kringum augun mín, munninn, á eplum kinnanna og í kringum varirnar. Ég er með ofboðslega ljósa og oft á köflum húð sem ég segi að sé gegnsæ. Ég er að fást við leiðinda vesen í húðinni vegna meðgöngunnar sem er að koma fram í leiðinlegum rauðum flekkjum og miklum þurrk. Eins og ég segi hér að ofan þá er ég ekki mikið máluð á daginn of oft ekki með meira en bara sólarvörn eða litað dagkrem.
Eftir:
Takið nú eftir sömu svæðum og ég tek sérstaklega fram hér að ofan. Húðin er mun áferðafallegri, hér er miklu meiri ljómi í húðinni. Þekjan er aðeins til staðar en hún er í léttri kantinum og áferðin sem húðin mín fær er virkilega náttúruleg og flott. Mér líður með kremið eins og ég sé ómáluð en ég veit að ég er með fallegra litarhaft og jafnara, ég veit að ég er með góða næringu sem endist mér allan daginn og ég veit að ég er vel varin.
Þetta er svakalega fallegt krem sem fær mín meðmæli. Enlighten vörulínan frá Estée Lauder kemur í einhverjum af flottustu umbúðum sem ég hef séð lengi. Vörulínan samanstendur af kremi, serumi og EE kreminu. EE kremið má flokka sem snyrtivöru og förðunarvöru og til að fá fulla virkni og til að sjá breytingar á húðinni sem endast til lengri tíma þarf að nota aðrar Enlighten vörur með.
Ég var með umfjöllun um Enlighten serumið í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal og ég hvet ykkur til að skoða hana. Blaðið er nánast búið en það eru örfá eintök enn í boði og þá eru flest víst í Hagkaup Holtagörðum. Mæli með að þið gerið ykkur heimsókn þangað en þar er flottasta snyrtivörudeildin á landinu að mínu mati!
Ég gef þessu EE kremi mín bestu meðmæli og þetta er vara sem ég á eftir að nota mikið. Mér finnst hún líka fullkomin fyrir sumarið því hún leyfir húðinni minni einhvern vegin að njóta sín og dregur fram það fegursta í henni án þess að fela mín einkenni.
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg