Ég legg það nú ekki í vana minn að missa af því þegar ný vörulína mætir í MAC – yfirleitt skrifa ég líka alltaf um þær því þær eru margar hverjar svo skemmtilegar. Nýjasta línan – sem fór framhjá mér, skil engan vegin hvernig það gerðist, heitir Novel Romance og inniheldur fallegar og litríkar vörur. Það er auðvitað smá síðan línan kom út en ég ætla að kíkja við í MAC Kringlunni á morgun og sjá hvort ég finni ekki fallega vöru til að gefa sjálfa mér í afmælisgjöf – já ég er afmælisbarn morgundagsins – halló 25 ára!!!
Ég er mikið afmælisbarn og ég er ein af þeim sem nota afmælið mitt til að gefa sjálfri mér gjöf – ég er búin að kaupa skópar handa mér en einn lítill varalitur í viðbót fullkomnar gjöfina frá mér til mín – já ég er skrítin :)
Hér sjáið þið nokkrar vörur úr línunni…
Mér fnnst fjólubláa naglalakkið æðislegt…
… og þessi fallegi bleiki varalitur kallar nafn mitt:)
Í línunni eru líka nýjir augnskuggar – Electric Cool sem eru mjúkir og kremaðir og gefa greinilega svona flotta satin/metallic áferð. Skemmtilegir litir líka, brúntóna litirnir eru án efa flottir til að lífga uppá einfalda augnförðun – gefa ljómandi áferð. Augnskuggarnir eru bara til í takmörkuðu upplagi.
Mér fannst líka mjög gaman að sjá hvað stelpurnar í MAC eru hugmyndaríkar með vörurnar sínar en hún Edda sem vinnur þar mæli með því að Fluidline eyelinerinn sé notaður á varirnar – og hann kemur mjög vel út finnst mér. Góð hugmynd fyrir þær sem misstu af því þegar svarti varaliturinn kom til þeirra.
Ég sá svo Brooke Shields línuna hjá MAC í Selfridges – vá hvað umbúðirnar og allar image myndirnar eru flottar. Ég komst þó ekkert að til að skoða vörurnar sökum fólksins sem stóð í veg fyrir mér.
Hlakka til að sjá hvort línan mæti til landsins eða ekki – alla vega styttist þá óðum í hátíðarlínuna sem er alltaf flott – ef þið viljið sjá hana þá er hún mætt inná heimasíðu merkisins HÉR.
EH
Skrifa Innlegg