fbpx

No Nasties Förðunarvörur: Josie Maran

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Josie Maran er amerísk fyrirsæta sem fékk nóg af því hvað förðunarvörur sem voru notaðar á hana í verkefnum höfðu slæm áhrif á húðina hennar. Hún ákvað að taka málin í sínar eigin hendur og á nú eina flottustu no nasties förðunarvörulínuna að mínu mati. Markmið hennar með vörulínunni var að bjóða uppá hágæða förðunarvörur sem væru góðar fyrir alla, bæði okkur og jörðina. Mér finnst þetta frábært markmið og mig langar að bæta við smá texta sem er hægt að finna inná heimasíðu merkisins:

„We’re not perfect, but we’re committed to doing our best. And we’re eager to hear your thoughts, feelings, and dreams about how we might do better.“

No Nasties förðunarvörur eru vörur sem eru 100% náttúrulegar.

Eitt af lykilefnunum í vörunum hennar Josie er 100% hrein Argan Olía. Fyrirtækið hennar Josie er nátengt framleiðslu varanna til að geta tryggt góða framleiðslu og til að geta fylgst vel með henni, allar umbúðir utan um vörurnar eru endurvinnanlegar.

Mig er alltof lengi búið að langa að prófa vörur frá merkinu og loksins lét ég verða af því að kaupa nokkrar til að prófa. Ég keypti farða, olíu og förðunarbursta. Ég keypti líka svartan eyelinertúss en hann er ekki kominn ennþá.

josiemaran josiemaran5

Olían er hrein Argan Olía sem er alveg náttúruleg og inniheldur engin aukaefni. Eins og Josie segir þá er hún gjöf frá náttúrunni. Argan olían er eitt best geymda fegurðarleyndarmál marokóskra kvenna – leyndarmál sem Josie segir að hafi verið hvíslað að sér í fyrirsætuverkefni fyrir 10 árum síðan.

Olían er svo hrein að það má nota hana á börn og líka sem dressingu útá salat!

Olíuna má nota á ýmsa vegu, sem raka fyrir húðina, til að næra naglabönd eða til að næra slitna enda hársins. Ég nota alltaf hárolíu mín uppáhalds er frá Sebastian Professional og ég ætla að halda mig við hana í hárið. Olíuna bar ég því á andlitið í gærkvöldi og ég er ástfangin!! Húðin mín er svo silkimjúk og mér líður svo vel í henni. Þetta er einstök tilfinning sem ég finn alltof sjaldan. Fullkomin fyrir þurra húð. Olían inniheldur ekki heldur nein rotvarnarefni.

josiemaran4

Ég keypti líka Argan Matchmaker Serum farða. Josie segir að þegar hún var úti í verkefnum þá dreymdi henni um að finna farða sem myndi ýta undir og fullkomna lit húðarinnar í staðinn fyrir að fela öll einkenni húðarinnar og þar með náttúrulega fegurð kvenna.

Ég hlakka ótrúlega mikið til að bera á mig farðann og ég lofa að segja ykkur hvernig útkoman er. Miðað við hvað ég er ánægð með olíuna þá verður þessi farði snilld – ég finn það á mér.

josiemaran3

Með farðanum fylgdi svo flatur förðunarbursti auðvitað með gervihárum og handfangið úr endurunnum viði og stáli.

josiemaran2Ég mæli svo sannarlega með vörunum frá Josie Maran – þessar ættu að fást hér á Íslandi án nokkurs vafa. Vörurnar hennar Josie fást í verslunum Sephora í Bandaríkjunum. Ef þið eigið leið þar um eða þekkið einhvern sem er staddur erlendis þá hvet ég ykkur til að stökkva á þessar vörur. Potið alla vega í þær. Ég er nú þegar orðin húkkt og hlakka til að eignast fleiri. Næst á óskalistanum er maskari, kinnalitir og augnskuggar.

EH

Náið lúkkinu hennar Margot Robbie á GG

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Gerður Guðrún

    14. January 2014

    Já þetta er klárlega málið, húðin á það skilið!! Hlakka til að heyra hvernig þér líkar farðinn.

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. January 2014

      ohh hann er æði! Alls engu síðri en olían – mér var einmitt hrósað stuttu eftir að ég bar hann á – með það hvað húðin mín væri ótrúlega falleg í dag. Alveg magnað að farðinn sést bara ekki á húðinni ég virðist bara ómáluð nema húðin geislar af ljóma og hreinleika :)

      • Gerður Guðrún

        15. January 2014

        Ég þarf greinilega að komast höndum yfir þennan gæða farða! Takk kærlega :)

  2. Gunna

    14. January 2014

    Afsakið að ég spurji eins og bjáni….farði er það þá meik?

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. January 2014

      Já :) – æjj ég er ein af þeim sem finnst meik svo ljótt orð haha – svo ég segi alltaf farði ;)

  3. Rakel Ósk

    14. January 2014

    Já þetta eru alveg geggjaðar vörur, kaupi reglulega þegar ég kemst í Sephora

  4. Kristín Rún

    14. January 2014

    Á olíuna og eeeelska hana :) Andlitið verður alveg silkimjúkt! Nauðsynlegt fyrir þurra húð á veturna híhí

  5. Þórhildur Þorkels

    14. January 2014

    Ég ELSKA argan olíuna frá henni og reyni alltaf að eiga hana til. Er einmitt að klára síðustu flöskuna mína núna og spara hvern dropa!

  6. Guðlaug

    14. January 2014

    Hefuru nokkuð einhverja hugmynd um hvernig er hægt að nálgast þessar vörur hér? :) Þ.e.a.s hvaða verslun?

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. January 2014

      Nei þær eru ekki til hér á Íslandi – sem er algjör synd – ég náði mínum í gegnum ebay eftir að hafa verið búin að tryggja að þær væru the real deal ;)

      • Sandra

        14. January 2014

        Hæhæ :)
        Ég spyr kannski eins og kjáni, en hvernig tryggiru það að snyrtivörurnar sem þú verslar á ebay séu the real deal.. ég hef ekki enn þorað því ég er svo hrædd um að fá skordýraeitur í flösku (já ég veit, miklar líkur) ;)

        • Reykjavík Fashion Journal

          14. January 2014

          Nei alls ekki kjánaleg spurning – ég er fáránlega varkár sjálf – http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/veljid-gaedi-fram-yfir-verd-varist-eftirlikingar/ En ég reyni eftir fremsta megni að leitast eftir því að varan sé á trúlegu verði. Eftirlíkingar eru alltaf ódýrari og oftast miklu ódýrari. Reyna að passa uppá að varan sé frá landi þar sem hún fæst – t.d. eru Josie Maran vörurnar fáanlegar í USA veit ekki til þess að það sé komin meiri dreifing á þær svo ég passa að það sé verið að senda þær þaðan. Svo hafa líka aðrar vörur sem seljandinn er með mikið að segja til um vöruna – eru fleiri trúlegar vörur í sölu. Svo eru það umsagnir þú getur lesið til um alla seljendur og kynni þeirra af viðskiptavinum en það þurfa allir að skila smá texta um viðskiptin. Því fleiri jákvæðar umsagnir því betra – því færri og ef það eru margar fáránlegar þá segi ég nei takk ;)

  7. Alexandra

    15. January 2014

    hvernig velurðu lit á farða þegar þú pantar á netinu og getur ekki prufað ? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      15. January 2014

      Ég get oftast slumpað á lit þar sem ég er með svo ljósa húð þá kaupi ég yfirleitt ljósasta litinn. Með þennan farða þá er hann þannig að hann aðlagar sig að litarhafti hverrar konu en er fáanlegur í þremur grunntónum – ljós, miðlungs og dökkur:) Oft googla ég líka litina og horfi á myndir af þeim og jafnvel myndir af konum sem eru með hann á húðinni, það gefur mjög góða vísbendingu :)

      • Alexandra

        15. January 2014

        ok frábært – takk kærlega fyrir hjálpina :)