fbpx

Nic’s Picks er á leiðinni!!!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumReal Techniques

Ójá hvað Real Techniques safnarinn í mér er í alsælu þessa dagana! Ég er nefninlega búin að fá glænýja bursta í safnið sem eru í Nic’s Picks burstasettinu….

rtnp3

Hér sjáið þið fínu burstana mína, alveg glænýjir og tandurhreinir – komnir í standana sína (kertastjakar úr IKEA).

rtnp2

Þið sem þekkið kannski til burstanna ættuð þið að sjá að af burstunum fimm eru þrír glænýjir en af hinum tveim er einn nýr á Íslandi því Duo Fibre settið sem hann tilheyrir er ekki fáanlegt hér.

Nic er yngri systir Samönthu Chapman sem hannaði burstana upphaflega bara ein. En þar sem systurnar eru betur þekktar sem Pixiwoo systurnar kom nú lítið annað í mál en að þær skildu gera þetta líka saman. Í byrjun ársins kom Sams Favorites sett sem seldist svo hratt upp að það náðist ekki að panta það hingað en sem betur fer náðist að fá Nic’s Picks!!!

Burstarnir verða bara til í takmörkuðu upplagi svo þegar þeir koma í búðir eftir helgi hafið þá hraðar hendur því þessir klárast fljótt. Þeir eru til dæmis tilvaldir til að gefa í jólagjafir og það má nú alveg kaupa svoleiðis núna í október (það er í næstu viku;)).

Settið inniheldur (mínar myndir voru ekki nógu góðar svo ég fékk þessar hér fyrir neðan lánaðar á internetinu;))….

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (8)

Duo Fibre Face Brush: Þessi er sumsé í Dou Fibre settinu, hann er flottur í grunnförðunina og gefur svona airbrush áferð á farða eða púður. Mér finnst best að nota þennan til að fullkomna áferða farðans, ég strýk honum yfir eftir að ég ef búin að buffa farðanum yfir allt andlitið og kem þá í veg fyrir a það séu einhverjar misfellur. Notið hvítu hárin til að fullkomna áferðina en þau svörtu til að dreifa úr farða.

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (7)

Cheek Brush: Þennan er ég alveg að dýrka í botn og er eiginlega bara orðinn minn uppáhalds bursti strax!!! Áferðin frá honum er svo sjúklega þétt og flott en þessi minnir mig á uppáhalds Expert Face Brush nema bara stærri – hversu sjúkt!! Hann er hugsaður til að nota í púður, sólarpúður, kinnaliti og þess háttar en ég held að ég muni mikið nota hann í fljótandi farða.

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (6)

Angled Shadow Brush: Hversu æðislegur bursti! Ég hef átt einn svona skáskorin léttan augnskuggabursta áður og ég nota hann ennþá þó ég sé eiginlega búin að skipta annars öllu settinu yfir í RT. En nú skipti ég honum út fyrir þennan – halló hvað ég er sjúkur aðdándi burstanna, þið verðið bara að afsaka ;) En burstinn er fullkominn til að gera djúpar skyggingar í globuslínuna og til að fullkomna áferð augnskuggans. Með honum á líka að vera auðvelt að gera augnfarðanir með mörgum mismunandi litum – hef ekki prófað það en ég geri það fljótlega.

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (5)

Base Shadow Brush: Sá eini sem var til hér á Íslandi áður, þessi er auðvitað bara æðislegur í að setja augnskugga á, blanda litum og laga til skyggingar. Þennan nota ég líka mikið til að setja hyljara yfir andlitið en hann er eiginlega mini útgáfan af mínum uppáhalds Setting Brush.

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (4)

Eyeliner Brush: Hér er svo loksins kominn alvöru skáskorinn eyelinerbursti sem ég held ég komi reyndar lítið til með að nota sem slíkan því hann er fullkominn til að móta augabrúnirnar. Burstinn er mjög mjúkur, alls ekki stífur og það er svo þægilegt að nota hann til að móta augabrúnirnar því liturinn sem kemur frá honum er svo jafn og flottur.

Ég er sko sjúk í burstana og ég verð eiginlega að eignast svona 4 sett í viðbót alla vega svo ég eigi nóg af hverjum bursta – hversu klikkað er það. Ég spurðist aðeins fyrir um sköftin á burstunum en þau eru úr áli en þau eiga þó ekki að verða svört, en ef þið eruð að geyma burstana í rakamiklu umhverfi eins og inná baði þá mæli ég með því að þið færið þá

En ef þið eruð jafn sjúkar og ég í burstana og viljið eignast þá bara helst í gær þá mæli ég með að þið skoðið Facebook síðu REAL TECHNIQUES eða MAYBELLINE. En ef þið verslið vörur frá Maybelline frá og með deginum í dag og til mánudags takið þá mynd af kvittuninni, setjið hana á Instagram og merkið með @realtechniquesburstar en eigendur 10 mynda munu fá Nic’s Picks að gjöf – ekki amalegt!!!

Hvernig líst ykkur á Nic’s Picks eruð þið jafn sjúkar í þá og ég?

EH

Helgin mín í myndum og orðum

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Karen

    25. September 2014

    Verður hægt að fá þessa einhvestaðar á Akureyri?

  2. Anna

    25. September 2014

    Spennandi, en hún heitir samt Nic;)

  3. Anna

    30. September 2014

    Veistu afhverju það er ekki búið að draga ennþá :/ ? Stóð á real techniques síðunnu að það yrði dregið á þriðjudagsmorgun…