fbpx

Náðu lúkkinu hennar Emmu

AuguBobbi BrownEstée LauderFræga FólkiðGuerlainInnblásturLancomelorealmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMax FactorMitt MakeupNáðu LúkkinuShiseidoSnyrtibuddan mín

Ég er yfir mig ástfangin af förðuninni hennar Emmu Watson frá The Royal Marsden kvöldverðinum sem var haldinn til heiðurs Ralph Lauren fyrr í vikunni. Margar af þekktustu stjörnum Bretlands mættu í Windsor kastala þar sem Vilhjálmur Bretaprins tók á móti þeim.

Emma er ein af mínum uppáhalds stjörnum en hún er alltaf óaðfinnanlega fallega förðuð og mig langaði að gera smá náðu lúkkinu færslu fyrir áhugasama lesendur – vona að þið hafið gaman af.

Hér sjáið þið fyrst lokaútkomuna hjá mér…

emmawatsonlúkk

Það fyrsta sem maður tekur eftir við förðunina hennar Emmu er varaliturinn sem er best líst sem þéttum, plómurauðum lit. Ég luma að sjálfsögðu á einum slíkum í snyrtiborðinu en þessi litur er úr Creamy Matte línunni frá Bobbi Brown – einn af mínum uppáhalds litum úr uppáhalds varalitalínunni!

Á myndinni fyrir neðan efri myndina af Emmu takið þið vel eftir því að hún er með mikinn ljóma yfir andlitinu sérstaklega yfir kinnbeinunum. Ég notaði því fljótandi highlighter til að fá þessa fallegu áferð. Kinnarnar eru fríklega rauðbleikar – dáldið í stíl við varalitinn og ég notaði aldrei þessu vant púðurkinnalit – glænýr frá Lancome;)

Svo er það húðin sem er gjörsamlega pörfekt en rosalega náttúruleg líka. Til að undirstrika ljómann, fallegu áferðina og náttúrulegu húðina ákvað ég að nota eitt af nýjustu CC kremunum í snyrtibuddunni.

Svo eru það augun – hér er á ferðinni falleg augnförðun með léttri skyggingu og áberandi augnhárum. Ég ákvað að nota Naked 2 pallettuna mína til að gera augnförðunina og ég held ég hafi bara alveg náð litatónunum. Að lokum eru það svo augabrúnirnar sem eru virkilega flottar og náttúrulegar. Ég ákvað að móta mínar bara extra vel með nýjum tvöföldum augabrúnablýanti frá Estée Lauder sem er með lit öðru megin og highlighter hinum megin – ég sýni ykkur betur frá honum eftir helgi, ég hef sjaldan átt jafn auðvelt með að móta augabrúnirnar mínar á fallegan hátt.

Screen Shot 2014-05-14 at 11.23.05 AM

Hér fyrir neðan sjáið þið ásamt Vilhjálmi og Kate Moss fallega og ómótstæðilega ljómann í húðinni hennar Emmu… WOW!

Duke-of-Cambridge-Kate-Moss-Emma-Watson-Vogue-14May14-PA_b_1440x960

Nokkrar fleiri af förðuninni – fyrir neðan sjáið þið svo close up af augnförðuninnni og vörurnar sem ég notaði.

emmawatsoncollage

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði…

emmavörur2

Húð:
Forever Light Creator CC krem frá YSL – Lumi Magique Primer frá L’Oreal – Sheer Eye Zone Corrector frá Shiseido – Blush Subtle frá Lancome í lit nr. 31, Pépite de Corail.

Augu:
Urban Decay Naked 2 palletta (sjáið betri myndir af litunum fyrir neðan) – Perfectly Defined Gel Eyeliner Pen frá Bobbi Brown í litnum Scotch – Double WearStay-in-Place Brow Lift Duo frá Estée Lauder í litnum Midnight/Black Brown – Volume Excess maskarinn frá Max Factor (setti 2 umferðir með maskara 1 og 1 umferð með maskara 2).

Varir:
Crayon de Contour des Lévres varablýantur frá Guerlain í litnum Beige Cendre – Creamy Matte Lipstick frá Bobbi Brown í litnum Crushed Plum nr. 3.

emmevörurcollage

 

Hér sjáið þið svo augnförðunina vel…

emmawatsonlúkk6nakedpallettaemma

Ég byrja á því að setja Suspect yfir innri helming augnloksins og jafna litinn vel yfir svæðið. Á móti set ég litinn Busted yfir ytri helming augnloksins og blanda litnum vel saman til að fá mjúka áferð á augað. Eftir að ég er ánægð með blöndunina set ég litinn YDK yfir innri augnkrók aungloksins til að gefa augunum fallegan ljóma.

emmawatsonlúkk8

Ég er alveg ástfangin af þessari fallegu förðun og ég væri mikið til í að vera með svona brúðarförðun. Liturinn um augun er svo léttur þannig lagað og varirnar tóna virkiega vel saman við litina um augun.

 

Emma-Watson-Vogue-14May14-PA_b_592x888

Emma er að sjálfsögðu klædd í dress frá Ralph Lauren – svo falleg kona og alltaf óaðfinnanleg, eruð þið ekki sammála?

Ef þið eruð jafn hrifnar og ég af förðuninni þá hafið þið nú allar upplýsingar sem þarf til að ná lúkkinu ;)

EH

Fréttatíminn í dag

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Lilja

    16. May 2014

    Ein spurning. Seturu ljóma á alla húðina (Lumi) eða bara á kinnbeinin?

    • Ég nota eiginlega fyrst Sheer Eye Zone Correctorinn yfir þessi týpísku highlighting svæði og svo setti ég lumiinn yfir þar sem mér fannst vanta meira – yfir kinnbeinin og yfir efri vörina ;)

  2. Lilja

    18. May 2014

    Takk fyrir svarið :)