fbpx

Muses

Ég Mæli MeðFashionInnblásturÍslensk Hönnun

Næsta miðvikudag fer fram mjög spennandi sýning í tengslum við HönnunarMars. Sýningin nefnist Muses og hún opnar á miðvikudaginn kl: 21.00 og stendur út sunnudaginn á kex hostel.

„Fatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir samsýningu á HönnunarMars // DesignMarch þar sem sýnd verða samstörf níu fatahönnuða við íslenska tónlistarmenn. Verkin sýna á misjafnan hátt hvernig listamennirnir hafa áhrif á sköpun hvors annars.“

Ég fékk leyfi til að fá að láni nokkrar myndir af eventi sýningarinnar á Facebook til að gefa ykkur betri sýn á það sem verður í boði:)1970660_10152062496881056_1168039921_nKyrja og hljómsveitin Mammút sýna samstarfsverkefni þeirra sem ber „Komdu til mín svarta systir“ verkefnið er innblásið af nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem ber einmitt sama nafn. Þessi ótrúlega flotta mynd er eftir ljósmyndarann Anítu Eldjárn.1239051_10152063741586056_601163946_nHildur Yeoman sýnir samstarfsverkeni sitt við hljómsveitinan Samaris en hún hefur séð um klæðnað þeirra á tónleikaferðalagi þeirra um heiminn. Mér finnst Hildur svo mikið æði, hún hannar svo ótrúlega skemmtilegar flíkur og ég er líka sérstaklega spennt eftir sýningunni hennar Yulia í Hafnarhúsinu á föstudaginn – meira HÉR.10003248_10152073543091056_1972514883_nEYGLÓ frumsýnir sumarlínu sína sem var unnin í samstarfi við söngkonuna Unni Andreu. Ég er búin að sjá nokkrar flíkur úr línunni hennar Eyglóar í tökum sem ég var í um daginn og þær eru ótrúlega fallegar eins og allt sem Eygló gerir – hún gerir svo falleg print og vinnur svo vel með þau.1975194_10152078238381056_1932659933_n-1Milla Snorrason og tónlistarkonan Jara sýna samstarfsverkefni sitt á MUSES. Ég er búin að sakna þess að sjá meira frá Millu Snorrason síðan hún sýndi á RFF hér um árið – mögulega fylgist ég bara ekki nógu vel með en ég er spennt að sjá útkomuna. Þessi skemmtilega mynd er eftir ljósmyndarann Nönnu Dís.1601318_10152081157251056_1850060947_nZiska og Orri Finn Design eru í samstarfi með hljómsveitinni Fura á MUSES. Harpa Einars er greinilega á fullu þessa dagana en hún frumsýnir líka nýja haustlínu á næsta laugardag þegar RFF°5 fer fram. Ég spjallaði aðeins við Hörpu um daginn og eftir það er ég mjög spennt að sjá það sem hún kemur til með að sýna okkur.

Ég mæli eindregið með þessari sýningu en sjálf stefni ég á að reyna að mæta á opnunina á miðvikudaginn en þá mun hljómsveitin Sometime halda tónleika. Hlakka til að sjá hana Rósu mína in action á sýningunni sérstaklega eftir frábæra frammistöðu hennar á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Þetta er virkilega skemmtileg sýning og það verður gaman að sjá útkomuna þegar listamenn úr ólíkum geirum koma saman og skapa eitthvað stórkostlegt. HÉR getið þið séð allt um sýninguna.

EH

Gegnsæ naglalökk!

Skrifa Innlegg