fbpx

Múmínálfa jólabollinn í ár!

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Múmínálfahjartað mitt tók auka slag þegar tölvupóstur frá þeim sem ég fékk í gærkvöldi innhélt mynd af jólabollanum í ár. Ég er almennt algjörlega á móti því að byrja að hugsa of snemma um jólin og ég vil helst bara ekki gera það fyr en eftir að ég á afmæli (27. október). En ég viðurkenni það alveg að mig dauðlangar að panta mér þennan – en ég ætla þó að bíða aðeins þar sem ég hef nú yfirleitt fengið jólabollann í afmælisgjöf og vona að það verði ekki breyting á því.

Bollinn er nú ekki kominn í sölu á Íslandi af mér vitandi en hann fæst nú HÉR.

Moomin_muumi_winter_mug_talvi_muki_2014_back Moomin_muumi_winter_mug_talvi_muki_2014

Í ár er myndin sem skreytir bollann tekin úr teiknimyndasögunni Winter Follies…

Screen Shot 2014-09-30 at 7.36.27 PM

Einnig er fáanleg skál með sömu skreytingu sem er fullkomin undir jólasmákökurnar við fallegt kertaljós með heitt súkkulaði í múmínbollanum.

Hvernig líst ykkur á jólabollann í ár – er hann á ykkar óskalista?

EH

Góðgætisilmurinn BonBon

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Linda María

  1. October 2014

  Glæsilegur. Veistu hvenær hann kemur í búðir hér?

 2. Þórdís

  1. October 2014

  Þessi er svo sannarlega á óskalistanum :)
  Alltaf gaman að bæta í safnið og þessi verður engin undantekning :)

 3. Ásta Dröfn

  1. October 2014

  Mjög flottur bolli í ár, bíð spennt eftir honum