fbpx

Multimasking með Blue Lagoon

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðJól 2015JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég ákvað að hafa þemadag á snappinu mínu í gær (ernahrundrfj) en dagurinn einkenndist af dásamlegu vörunum frá Blue Lagoon og dekri í boði þeirra. Ég fór yfir uppáhalds vörurnar mínar, hvernig ég notaði þær og svo sýndi ég hvernig ég notaði uppáhalds maskana mína tvo – á sama tíma. Fyrir svona ofuruppteknar konur eins og mig sem multitaska eins og þær eigi lífið að leysa þá var það stórkostleg uppgötvun þegar ég komst að því að ég gæti notað fleiri en einn maska á sama tíma. En þetta kallast multimasking og er eitthvað sem ég kynntist einmitt fyrir ekki svo löngu þegar ég fór í boð hjá Bláa Lóninu í Bláa Lóninu.

Stundum er maður nefninlega ekki alveg í þörf á því að nota hreinsimaska á allt andlitið stundum þarf maður bara að djúphreinsa ákveðin svæði. Stundum þurfa einhver svæði húðarinnar meiri raka en önnur og þá getur maður slegið tvær flugur í einu höggi og sett upp tvo maska í einu!

multimasking3

Í gær setti ég upp dásamlega kísilmaskann og þörungamaskann frá Blue Lagoon – báðir í einu, báðir eru í mjög miklu uppáhaldi hja mér.

multimasking5

Hér sjáið þið hvernig þeir líta út. Kísilmaskinn er djúphreinsandi, nærandi og hefur sléttandi áhrif á húðina. Mér finnst hann kæla húðina líka á ákveðin hátt og ég er alltaf endurnærð og tandurhrein eftir að ég nota hann. Þörungamaskinn eða algae maskinn er hér í nýjum umbúðum sem koma í sölu á næsta ári. Hér er hann kominn ú túbu sem mér finnst alveg frábært en hann var í krukku áður. Maskinn inniheldur þörunga sem hafa græðandi og nærandi áhrif á húðina. Fyrir mér er þetta algjört orkubúst fyrir húðina – ég veit ekki hvar húðin mín væri án þessa dásamlegu vara.

multimasking2

Kísilmaskann set ég á T svæðið og aðeins lengra, ég setti hann líka í kringum munninn og á hökuna, ég fæ nefninlega helst óhreinindi og bólur þarna í kring. Svo setti ég þörungamaskann á kinnarnar þar sem ég fæ oft yfirborðsþurrk þar.

multimasking4

Blue Lagoon vörurnar eru alveg yndislegar og tilvaldar í jólapakkann svona ef ykkur vantar einhverjar hugmyndir. Ég fékk auk þess svona fínan þvottapoka með ekki séns ég myndi hreinsa Blue Lagoon maskana með neinu öðru en þvottapoka frá sama merki – híhí ;)

Ég mæli algjörlega með því næst þegar þið ætlið að setja upp maska að prófa að nota fleiri í einu ef þið hafið takmarkaðan tíma. Þetta virkar með hvaða möskum sem er en hafið í huga að nota þá í takt við það sem hún þarf, nærið þar sem er þurrkur og hreinsið þar sem eru óhreinindi.

Hrein húð fyrir jólin!

Erna Hrund

p.s. nú vil ég sjá fullt af myndum merktum #trendnet og #multimasking á Instagram! ;)

Annað dress og Lancome hátíðarförðun

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Inga

    23. December 2015

    Ég er með eina spurningu varðandi Þörungamaskan eða algae maskan, ég sé á þessum myndum að þú setur örþunnt lag. Ég hef greinilega verið að spreða mínum maska þar sem mitt lag hefur verið mun þykkara :/ úpps…er þetta sem sagt alveg nóg og eitt enn pinninn sem fylgir með þarf að nota hann til að dreifa maskanum, finnst það oft hálf erfitt.

    Takk annars fyrir frábært blogg :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      23. December 2015

      Hæ Inga! Já ég set ekkert of mikið þetta finnst mér alveg passlegt, þetta er ekki alveg örþunnt lag þetta er alveg vel af maskanum… held að myndirnar sýni þetta bara ekki nógu vel :) En maður notar pinnann til að ná maskanum upp og svo nota ég hendurnar til að dreifa – bara að muna að hafa hendurnar hreinar þegar þú dreifir úr :)

      Gleðileg jól!

  2. Signý Ósk

    28. January 2016

    Hæ, ég er svona að forvitnast, ef ég vil nota báða maskana á allt andlistið, er í lagi að nota þá sama kvöld til dæmis? eða er betra að nota hreinsimaskann eitt kvöldið og svo þorungamaskann annað kvöld? og hversu oft í viku myndiru mætla með að nota hreinsimaska og þörungamaska? Annars fylgist ég voða mikið með blogginu þínu og snap chat hjá þér, það er mjög skemmtilegt verð ég að viðurkenna :)