Ég missti kjálkann niður í gólf af hrifningu þegar ég sá testerana fyrir nýju naglalakkalínuna frá OPI – neonlituð mött naglalökk!!! Ég tók strax mynd af litunum og setti inná Instagram og þegar sú mynd sló í gegn sá ég að ég yrði nú að gera almennielga færslu með litunum og sýna ykkur það sem er í boði;)
Þetta eru fáránlega flott lökk en það er smá dundur að setja þau á sérstaklega þegar maður notar undirlakkið sem kom út á sama tíma og línan. OPI sendi líka frá sér neon línu í fyrra en mér finnst þessir litir miklu bjartari og hér eru líka nýir litatónar.
Samtals komu sex mismunandi litir sem eru bæði fánalegir einir í fullri stærð eða allir sama í minilökkum í setti. Ég tók auðvitað settið svo ég gæti sýnt ykkur alla litina. Ég mæli líka með því þar sem allir litirnir eru ótrúlega flottir og þeir komu mér verulega á óvart. Það kom ekki mikið af settum svo hafið hraðar hendur ef þið girnist það;)
Undirlakkið er skjannahvítt og það gerir neonlitina miklu skærari. Það er auðvitað ekki nauðsynlegt – litirnir eru mjög flottir einir og sér en bara bjartari með lakkinu undir. Ég passaði mig að hafa áferðina á hvíta litnum eins jafna og ég gat svo það yrði auðveldara að ná litnum jöfnum. Eins þarf að passa mótunina á hvíta litnum – hér má ekkert fara úrskeiðis. En það er svo sem hægt að laga það til með asintone leiðréttingarpenna sem allir naglalakkaunendur verða að eiga:)
Undirlakkið ætti líka að virka undir aðra liti en bara þessa neonliti – ég þarf endilega að prófa það sem fyrst. Til að fá litinn ofan á sem jafnastann mæli ég með því að þið hafið mikið af litnum í penslinum – ekki skafa of mikið úr honum. Reynið helst að þekja nöglina alveg með penslinum í einni stroku. Ég er með tvær umferðir af öllum litum yfir undirlakkinu á myndunum hér fyrir neðan.
Appelsínuguli liturinn kom mér skemmtilega á óvart – ég hélt einhvern veginn að hann væri sístur að hann væri of skær en hann kom ótrúlega vel út. Liturinn heitir Juicy Bar Hopping.
Aftur hélt ég að guli væri ekkert spes en ég fýla pasteltóninn sem kemur yfir litinn – virkilega flottur litur sem ég mun nota mikið í sumar. Liturinn heitir Life Gave Me Lemons.
Ég er ótrúlega skotin í þessum græna! Liturinn heitir You Are So Outta Lime!
Fjólublái ilturinn var erfiðastur. Hann er dekkstur og það var smá vesen að ná litnum alveg fullkomlega jöfnum. Hér hedl ég að það skipti miklu máli að undirlakkið sé alveg skraufþurrt. Svo er að sjálfsögðu mun auðveldara að nota þennan einan og sér en ekki með undirlakkinu. Liturinn heitir Push and Purr-Pull.
En nú að flottustu litunum – bleiki liturinn er truflaður! Sanseraða áferðin á honum gerir litinn alveg pörfekt og ég sem er sjaldan eða aldrei með svona bleikt lakk ætla að ofnota þennan í sumar. Liturinn heitir Hotter Than You Pink.
Kóral liturinn greip athygli mína samstundis. Þennan lit og bleika litinn langar mig að eiga í fullri stærð því ég sé framá að klára mini glösin á næstu vikum;) Liturinn heitir Down to the Core-al.
Hvernig líst ykkur á þessa liti – eru þeir ekki alveg fullkomnir fyrir sumarið?
EH
Skrifa Innlegg