fbpx

Monki Gersemar


Maðurinn minn kom mér svo sannarlega á óvart í morgun þegar hann splæsti í flug fyrir okkur til Kaupmannahafnar í næstu viku. Ég er strax orðin mjög spennt og þar sem maður er að fara í Monki land þá er um að gera að undirbúa sig aðeins og skoða það sem er í boði – ég varð ekki fyrir vonbrigðum frekar en áður! Það verður bara erfitt að velja á milli.

Ég er sérstaklega hrifin af skyrtunum og mér finnst gaman að sjá að rondótta skyrtan síðan síðasta haust er komin aftur en ég rétt missti af henni síðast og það gerist ekki aftur ef ég fæ einhverju ráðið. Töff munstrið líka á efstu skyrtunni minnir hálfpartinn á lopapeysu munstur. Ég hef átt nokkrar skyrtur í þessum sniðum frá þeim og þær passa fullkomlega yfir kúluna:)

Mér finnst myndirnar af fyrirsætunum svo ekki skemma fyrir – skemmtileg stemming á myndunum og maður sér  líka svo vel hvernig sniðin á flíkunum passa – kann að meta svona.

EH

Nýtt í Fataskápnum - Zara

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sigurður

    14. August 2012

    Vááá! ekkert smá flott!!!

  2. svana

    14. August 2012

    Uhh er pláss fyrir mig í töskunni haha. Vá hvað mig langar að komast í monki!:)

  3. Rakel Ósk

    14. August 2012

    Ertu ekki til í að kaupa fyrir mig líka ;) góða skemmtun í Danaveldi

  4. Álfrún

    15. August 2012

    Held þú sért að fara fá pínulítinn lista til að taka með…