fbpx

Nýtt í Fataskápnum – Zara

Þessi fallegu bolur fylgdi mér heim eftir vinkonuferð úr Smáralindinni á sunnudaginn. Ég er ekkert alltof hrifin af óléttufötum, aðallega af því að mér finnst svo leiðinlegt að kaupa mér eitthvað sem ég get síðan kannski ekkert notað aftur – svo held ég að þegar maður eignast barnið þá vill maður bara vera í fötunum sem maður komst ekki í í næstum ár. Þess vegna keypti ég þennan bara í L, reyndar kaupi ég alltaf frekar stórar stærðir og víð föt en ég veit líka að ég get notað þennan út meðgönguna og eftir hana – sú staðreynd hefur einhver undarleg hvatningaráhrif á mig:)

Það eru ennþá svona útsölurestar í búðunum núna en ég get ekki beðið eftir að búðirnar fyllist af haustvörunum þó svo ég muni líklega kaupa minna núna en áður;)

EH

Grafískur Eyeliner

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Asa

    14. August 2012

    Væri gaman að fá outfit pósta núna þegar þú ert ólétt. Á svo erfitt með að finna mér eitthvað til í vera núna þegar bumban er byrjuð að stækka, held ég sé svona 2 vikum á eftir þér :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. August 2012

      Já ég held að það sé líka alveg upplagt:) Ég finn líka svo fyrir þessu, það er allt svo miklu erfiðara þegar maður er með svona stóra kúlu framan á sér – engin spontant fatakaup lengur eins og þú kannski kannast við:D En innilega til hamingju minn litli kall er væntanlegur 25. des svo ég er komin 21 viku akkurat í dag:) – Besta tilfinning í heimi finnst þér ekki?? ;)

  2. Erna Viktoría

    14. August 2012

    Ég veit nkl hvað þú átt við en að eiga samt einar óléttu-buxur er must :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. August 2012

      Já ég held einmitt að það sé það eina sem ég væri líkleg til að kaupa mér – ég er samt ennþá að geta verið í mínum stretch gallabuxum en eiginlega bara af því kúlan mín liggur svo hátt uppi;)