fbpx

Mömmuprófið

Lífið MittTinni & Tumi

Fyrir mánuði síðan breyttist heimurinn minn – ég varð mamma. Ég eignaðist fallegasta barn sem ég hef nokkurn tíman séð og ég get bara ekki hætt að horfa á hann og dást að þessu litla kraftaverki. Síðan ég fékk hann í hendurnar hef ég varla hugsað um annað en hvað ég er heppin og hvað það er ótrúlegt að við höfum getað búið til barn, manneskju sem treystir á okkur og við fáum þann heiður að fá að ala hann upp, kenna honum hvað er rétt og rangt og fá að njóta dásamlegra stunda með honum. Nú á ég fjölskyldu<3

Tinninn minn er svo vær og góður, mömmunni finnst hann fullkomið barn eins og án efa öllum  mæðrum finnst um sín börn. Hann sefur alla nóttina, drekkur vel, þyngist, pissar og kúkar og brosir svo blítt.

Ég heyrði sögu um daginn um litla stelpu sem var úti að labba með mömmu sinni. Sú litla tók upp eitthvað af götunni og setti uppí munninn, mamman sagði henni að taka það útúr sér því það væri skítugt og ábyggilega þakið í bakteríum. Stelpan spurði þá mömmuna hvernig hún vissi allt þetta og mamman sagði henni þá að það hafi verið á mömmuprófinu. Stelpan hugsaði sig vel og lengi um og sagði svo við mömmu sína “aaaa… og ef þú fellur á prófinu þá verðurðu pabbi”. :) – Ég vona að Tinni fái einhver tíman svona uppljómun að mamma hans sé klárust í heiminum – þó svo að pabbi hans yrði ábyggilega smá öfundsjúkur.Nú finnst mér ég vera búin að taka nógu langa pásu frá blogginu því mig er farið að dauðlanga að skrifa fullt af færslum! Svo frá og með deginum í dag er ég mætt aftur og get ekki beðið eftir að fá að deila með ykkur fleiri sýnikennslum, snyrtivöruumfjöllunum, innblæstri og sögum úr lífi nýbökuðu móðurinnar sem er ástfangin af Tinna litla <3

Svo er ég að taka að mér fyrsta makeup verkefnið síðan í október núna um helgina. Það var svo góð tilfinning að taka fram förðunarpenslana í gær þegar ég fékk einn af keppendunum í Söngvakeppni Sónvarpsins í prufuförðun til mín. Það verður æðislegt að eyða helginni í Hörpunni umkringd hæfileikaríku fólki. En nánar um þetta á morgun!

EH

Nýtt frá MAC - Apres Chic

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Andrea

    1. February 2013

    Bókin oKKar viðbót? :)

  2. Sunna

    1. February 2013

    Velkomin aftur! Hlakka til að lesa og fylgjast með :)

  3. Íris Björk

    1. February 2013

    Þið eruð svo yndisleg * !
    hlakka til að lesa aftur frá þér – þú ert svo klár :*
    iris

  4. Sigrún

    1. February 2013

    En gaman að fá þig aftur og innilega til hamingju með barnið! :)

    má ég forvitnast hvernig geturu farið að vinna frá honum svona litlum? tekur hann pela? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      1. February 2013

      Takk fyrir það:D já auðvitað, foreldrarnir eru bara ofurskipulagðir og ég mjólka vel svo ég næ að mjólka í pela fyrir hann sem pabbinn hitar svo upp bara. Hann er rosa duglegur að taka pela ég held það sé smá því að þakka að ég tróð snuði uppí hann rétt eftir fæðinguna. Svo kíkja þeir feðgar bara til mín uppí Hörpu þegar það er rólegt og þá fær hann að drekka. En ég er búin að ákveða að taka bara að mér 1 og 1 verkefni sem heillar. Tinni er svo vær og góður og heyrist varla í honum nema þegar hann er svangur:)

  5. Elísabet Gunn

    4. February 2013

    Flottust ! Gott að fá þig aftur á Trendnet. Ég saknaði þín alveg fullt.