fbpx

Mjúk Augnförðun með hint af grænu

Bobbi BrownmakeupMakeup TipsMaybellineSmashboxSýnikennsla

Ég rakst á þessa augnförðun á vappi mínu um internetið og heillaðist svo af henni að ég ákvað að prófa að nota hana í eina sýnikennslu en um leið gera hana eftir mínu höfði:) Þetta er útkoman mín… … og hér eru vörurnar sem ég notaði – Bobbi Brown litinn setti ég bæði á kinnarnar og á varirnar – tónar svo skemmtilega saman fannst mér.

  • Byrjið á því að setja ljósasta litinn í trioinu yfir allt augnlokið alveg uppað globuslínunni og meðfram neðri augnhárunum.

  • Græna litinn í trioinu fer svo alveg innst á augnlokið og yst meðfram neðri augnhárunum – þið sjáið það betur á efstu myndinni hvar liturinn á að fara nákvæmlega. Munið svo að blanda litunum saman, engar sterkar línur á milli litanna því við viljum að augun fái mjúkt yfirbragð.

  • Brúna, matta augnskuggann setti ég svo meðfram globuslínunni – passið ykkur að setja ekki of mikið. Þessi tiltekni augnskuggi er t.d. með mjög sterkum pigmentum svo að er gott að dusta vel úr burstanum áður en þið berið hann á því eins og ég hef oft talað um að það er auðveldara að bæta á makeupið en að taka smá af…

  • Svo er það eyelinerlína meðfram efra augnlokinu með uppáhalds svarta eyelinernum!

  • … og nóg af maskara, í þetta sinn með Hyperlash maskaranum frá Smashbox – hann er með gúmmíbursta – ég er dáldið skotin í honum eins og eiginlega öllum möskurum sem ég prófa það þarf að vera mikið að þeim ef ég á að vera ósátt –  svona er þetta að vera maskarasjúklingur!

  • Svo setti ég Pot Rouge litinn á varirnar, varan finnst mér sérstaklega sniðug að því leitinu til að ef maður vill að liturinn sé dekkri þá bætir maður bara á hann og þá verður hann bæði þéttari og litmeiri sem hentar vel því oft vill maður kannski aðeins meiri þekju á varirnar en á kinnarnar.

Tilbúin í jólin! – Gleðilega Þorláksmessu sjáumst í bænum:):)

EH

Jólaundirbúningur

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Eva

    23. December 2012

    Hvar er globuslínan?

    Takk fyrir frábært blogg, ég hef lært mjög mikið.

    • Reykjavík Fashion Journal

      23. December 2012

      Globuslínan myndast þar sem augnbeinið byrjar – myndast svona smá bogadregin lína alveg uppvið augnbeinið sem er kölluð globuslínan:) og takk!! Gleðileg Jólxxx