Nei ekki Michael Jackson þó svo unnusti minn sé mikill aðdáandi hans – heldur er það Marc Jacobs sem ég er að vísa til í fyrirsögn færslunnar. Mér bárust á dögunum þessar fallegu flöskur í tilefni komu Marc Jacobs Coke Light dósanna til landsins. Svo bættust þessir fallegu ilmir í safnið mitt nú á dögunum. Þeir eru báðir sumarilmir annar þeirra heitir Oh Lola! og hinn er Daisy Eau So Fresh. Í ár heitir sumarlínan Sunshine.
Í svona fallegu sumarveðri eru þessir ilmir fullkomnir og núna skiptist ég á að nota þá og Escada sumarilminn.
Eins og flestir sumarilmir þá eru þessir einungis fáanlegir í takmörkuðu upplagi. Ég hef alltaf svo gaman af umbúðunum frá Marc Jacobs og í þessari línu eru þær sérstaklega litmiklar og skemmtilegar. Þær eru alveg í takt við ilmina sem eru léttir og dásamlegir! Að sjálfsögðu tekur Marc sjálfur þátt í að hanna þær svo á stuttum tíma fékk eignaðist ég fullt af hlutum eftir hann. Vonandi styttist svo í eitthvað fatakyns;)Daisy ilmvatnið gefur ferskan ilm sem er í grunninn samblanda af hvítri eik og fjólum en toppnóturnar – ilmurinn sem þið og þeir sem eru í kringum ykkur finna fyrst einkennist af jarðaberjum, eplum og bleikum greipávöxtum. Daisy er í aðeins meira uppáhaldi hjá mér ef ég á að vera alveg hreinskilin en á daginn er ég mest fyrir að vera með létta ilmi þá er þessi fullkominn. Svo á kvöldin þá nota ég Gucci Guilty Black sem er samt ekki þungur heldur meira seyðandi.
Grunnnóturnar í Oh Lola! eru vanilla og sandalviður með toppnótum sem eru hindber og perur. Ég verð nú að segja að bleika blómið á toppnum er alveg ótrúlega flott og fangar athygli manns strax. Ilmirnir hans Marc ættu ekki að fara framhjá neinum og eru nauðsynlegir í safnið.
EH
Skrifa Innlegg