fbpx

Mitt Makeup – Sebastian Hársýning

HárMitt MakeupShiseido

Ég er svona smám saman farin að taka að mér verkefni síðan ég átti Tinna. Hann kemur ýmist með mér eða er hjá pabba sínum – hvort sem hentar betur. Hann er svo frábært eintak að hann situr bara rólegur í stólnum sínum og spjallar eða sefur:)

Núna um daginn farðaði ég fyrir hársýningu hjá merkinu Sebastian. Þar sýndu hársnillingar nýjar klippingar og greiðslur úr nýrri línu frá merkinu sem ber nafnið Urban Explorers. Allt í kringum sýninguna var virkilega flott en það voru þeir Benjamin Martin og Christian Andersson sem eru kennarar frá Sebastian á norðulöndunum sem sáu um sýninguna. Fyrirsæturnar voru farðaðar með vörum frá Shiseido og ég sá um 6 skvísur – hér fyrir neðan sjáið þið nokkrar myndir af þeim. Á Facebook síðu merksins eru fleiri skemmtilegar myndir frá sýningunni HÉR.

Núna fyrir páska farðaði ég svo fyrir myndatöku sem Theodóra gerði fyrir Lífið og á morgun förum við Tinni í annað verkefni með henni – margt spennandi framundan!

EH

Trend Sumarsins 2013 #1

Skrifa Innlegg