fbpx

Mitt Makeup – IIIF

FashionFylgihlutirÍslensk HönnunmakeupMakeup ArtistMitt MakeupMyndir

Stundum er ég alltof gleymin – ég t.d. steingleymdi að sýna ykkur frá myndatöku sem ég gerði fyrir smá tíma síðan. Myndatakan var fyrir lookbook fyrir nýja íslenska hönnun.

IIIF er samstarfverkefni tveggja íslenskra fatahönnuða, Agla Stefánsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir, og eins fransks vöruhönnuðar, Thiebaut Allgayer. Saman hanna þau vörur, fylgihluti og fatnað. Fyrsta línan þeirra var sýnd núna í ágúst og hér sjáið þið myndirnar af þessari skemmtilegu og nýstárlegu, skemmtilegu hönnun. Sjálf er ég sérstaklega hrifin af hálsmenunum sem eru gerð úr hreindýrahornum – en aðeins þeim sem dýrin missa af sjálfdáðum.

HÉR finnið þið upplýsingar um hönnuðina, vörurnar og hugmyndafræðina á bakvið IIIF.

Ljósmyndari: Magnus Andersen
Förðun og hár: Erna Hrund Hermannsdóttir
Fyrirsæta: Brynja Guðmundsdóttir, Eskimo Models og Gylfi Sigurðsson
Clothing : GK Reykjavík / í eign hönnuða

Myndirnar eru teknar í Listaháskóla Íslands

EH

Augnskuggar sem eru nauðsynlegir í snyrtibudduna

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Karen Lind

    15. October 2013

    Þessi fagra dama er breathtaking!
    Ótrúlegt andlit, hef oft séð hana bregða fyrir hér og þar í auglýsingum.. einstök!

    • Reykjavík Fashion Journal

      15. October 2013

      Hún er það svo sannarlega! Hún er með svo fallegt andlistfall sem er ótrúlega gaman að farða :) – og yndisleg persóna í þokkabót!

  2. Halla

    15. October 2013

    Okei vá Brynja!! Þú ert svo flott model!

  3. Helgi Ómars

    15. October 2013

    Vá, ég var einmitt niðrí Eskimo áðan að lofsama þessa stelpu! Anskotinn hvað hún er flott!

  4. Snorri

    16. October 2013

    Ótrúleg fegurð hér á ferðinni