Ég náði alls ekki að skella í jafnmörg hátíðarsýnikennsluvideo og ég vildi fyrir þessi jól. Ég náði þó eyeliner videoinu fyrir ykkur og svo þessu sem þið sjáið í þessari færslu.
Sjálf farða ég mig ótrúlega lítið dags daglega, ég nota kannski þó nokkrar förðunarvörur en ég er aldrei áberandi mikið máluð. Þess vegna er ég ein af þeim sem mun ekki vera mikið máluð á aðfangadag og mig langaði að sýna ykkur týpíska hátíðarförðun hjá mér.
Hún lítur einhvern veginn svona út…
Brúntóna augnkuggar um augun, eyeliner með spíss og léttur varalitur.
Hér sjáið þið mynd af vörunum sem ég notaði. Ég nota förðunarbursta frá Real Techniques – en ekki hvað og það kemur fram í mynbandinu hvaða bursta ég nota í hvert sinn.
Líklega verð ég með svona förðun eftir tvo daga eða þá að ég sleppi augnskugganum og verð með áberandi eyeliner eins og ég sýndi um daginn og með honum áberandi varalit. Hvor förðunin verður fyrir valinu… – það fer eftir því í hvernig stuði ég verð á aðfangadag :)
Ég vona að þessi sýnikennsla hjálpi ykkur. Alla vega þá getið þið nýtt hana vonandi – þið getið notað þá liti sem þið viljið að sjálfsögðu og bara notað aðferðina sem ég sýni. Ekki hika við að nota líka dekkri liti – það er alveg leyfilegt:)
EH
Skrifa Innlegg