fbpx

Leynist jólagjöfin í Hrím?

Fyrir HeimiliðJólagjafahugmyndir

Þegar ég fór og fékk fallega Ratzer teppið mitt í Hrím um daginn smellti ég af þónokkrum myndum í versluninni sem mig langaði að deila með ykkur. Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum ykkar hvað ég held mikið uppá búðina og hvað ég á mikið frá þessari fallegu verslun. 80% af afmælisgjöfunum mínum í ár voru þaðan og ég hefði ekkert á móti því að nokkrir jólapakkar frá búðinni myndu leynast undir jólatrénu.

Mig langaði að gefa ykkur sem eigið kannski eftir að kaupa nokkrar jólagjafir smá innsýn inní það hvað er fáanlegt í búðinni – sjálf er ég á leiðinni þangað í dag til að kaupa fleiri fallega merkimiða <3

Ofboðslega finnst mér stutt í hátíðirnar. Tíminn er svo sannarlega alltof fljótur að líða en ég er svo spennt að eiga fyrstu jólin með sæta stráknum mínum. Við ætlum einmitt að fara og sækja okkur fallegt jólatré á eftir – það verður líklega mjög stórt enda á ég mann sem minnir óneitanlega á Clark Griswold….

EH

Piparkökuilmur í loftinu

Skrifa Innlegg