fbpx

Mín eina sanna tískuást

FashionFW2014Lífið MittTrend

Fyrir ykkur sem vissuð það ekki fyrir – efast samt ekki um það að það séu flestir lesendur mínir með þetta á hreinu – þá er ég einlægur aðdáandi breska tískuhússins Burberry Prorsum. Ég er sannfærð um það að Christopher Bailey yfirhönnuður merkisins og fataskápurinn minn séu sálufélagar – sá fyrrnefndi er bara ekki alveg búin að fatta það.

Í hvert sinn sem lína frá merkinu er sýnd lofa ég sjálfri mér því að einn daginn fái ég boð á þennan tískuviðburð sem að mínu mati jafnast ekki á við neinn annan. Ef ég þyrfti í alvörunni að velja á milli þess að fara á Burberry sýningu eða fara á sýningar hjá Chanel, Saint Laurent og Valentino s.s. 3 á móti 1 yrði minn eini sanni Christopher alltaf fyrir valinu. Ég verð aldrei fyrir vonbrigðum enda er ég aðeins búin að fylgjast með hvað er framundan – ég stalka alla starfsmenn Burberry á Instagram….

Sjaldan hefur haustlína verið jafnlitrík en á svo viðeigandi og passlegan hátt. Hlýjar kápur, fallegar slæður, þykkir og stórir treflar voru meðal þess sem sást á pallinum – á morgun ætla ég einmitt inní Gloriu á Laugaveginum til að ná mér í 1 stk stóran trefil. Hef alltof lengi verið á leiðinni en Christopher sparkaði fast í rassinn á mér með þessari sýningu sinni.

Munstrin eru nýbreytni hjá Burberry en ég man ekki eftir að hafa séð þessa áherslu á þeim tíma sem ástarsamband mitt og tískuhússins hefur staðið yfir. Munstrin eru mjúk og þæginleg fyrir augað og úr sannkölluðum haustlitum eins og vinur minn hann Heiðar myndi segja. Kápurnar og slæðurnar eru dýrðlegar en mest girnist ég þó mokkaslánna sem þið sjáið hér fyrir neðan. Ég hvet ykkur til að líta vel yfir myndirnar og upplifa aðeins með mér þessa fallegu hönnun…

KIM_0033.450x675 KIM_0077.450x675 KIM_0140.450x675 KIM_0155.450x675 KIM_0264.450x675 KIM_0285.450x675 KIM_0376.450x675 KIM_0431.450x675 KIM_0499.450x675 KIM_0564.450x675 KIM_0578.450x675 KIM_0597.450x675 KIM_0691.450x675 KIM_0698.450x675 KIM_0811.450x675 KIM_0827.450x675 KIM_0879.450x675 KIM_0977.450x675Ég er að dýrka stíliseringuna á dressunum á þessari sýningu. Handmáluðu skórnir smellpassa við kápurnar og aðaláherslur Christophers fyrir komandi haust. Virkilega fallegar slárnar sem eru látnar hanga yfir annarri öxlinni og slæðurnar sem eru festar kringum mitti fyrirsætanna með mjóum leðurbeltum. Ég hef svo gaman af svona „layers“ stíliseringu. Annað sem mér finnst alltaf gaman að sjá í Burberry sýningunum er það að það er ekki beint neinn hápunktur. Það er ekki þannig eins og í mörgum sýningum að það koma síðkjólar í lokin – hver dress er úthugsað og gert til að fullkomna heildarmynd línunnar. Það er ekkert endilega beðið með það besta þar til síðast.

Ég veit ég hljóma eins og ég sé eitthvað skrítin þegar ég skrifa um Burberry en ég er ekkert að grínast með það hvað ég dái og dýrka þetta merki af öllum lífs og sálarkröftum. Ef ég mætti fá að ráða þá væri allt heimilið mitt þakið í Burberry mynstri og sonurinn væri mini útgáfa af Romeo Beckham. En ég hef ekki efni á því svo í stað þess er heimilið mitt þakið í múmínskreytingum sem er hin ástríðan mín….

En hvað segið þið um þessa línu frá Burberry – mér þætti gaman að heyra það:)

EH

Leyndarmál Makeup Artistans: Hugsum út fyrir rammann

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Kara Elvarsdóttir

    17. February 2014

    VÁvává hvað þessi lína er geggjuð! Fíla þessa klúta yfir kjólana með belti utanyfir og gegnsæju kjólana. Finnst líka bleika kápan geggjuð, flott að hafa hana svona opna og beltið yfir

  2. Heiðdís

    18. February 2014

    Er alltaf spenntust fyrir hvað mr Bailey gerir af öllum LFW showunum, sá þetta live streamað í gær – og fannst melankólískur söngur Palomu Faith passa vel við litina, sem eru fallega dökkir en samt mjúkir og blíðir.
    Og þrátt fyrir að aldrei geta keypt þetta, mætti þessi lína (og slá með skammstöfun minni!) gjarnan búa heima hjá mér…

    EINA sem ég hef út á að setja, ef við miðum við SS14 (og allt í fyrra líka) það er að trademarkið, trenchcoatin, þau eru í mýkri litum og með máluðu mynstri – en það hefði mátt vera nokkrir af þeim í meira klassísku sniði (ég meina, hvíta SS13 útgáfan er enn jafn gloríös og verður það áfram!) meðan ég held að of margt hérna endist ekki fleiri season…Þrátt fyrir fegurð :)
    Svo glæsileg sýning að vanda, hefði bara mátt halda í hefðina með þessa rándýru kápur, að hafa nokkrar með í bland, sem standast tímans tönn, að mínu mati ;)

  3. Svala Konráðsdóttir

    19. February 2014

    Æðisleg!

  4. Hilrag

    20. February 2014

    ég myndi ekkert slá hendi á móti svona cape-dæmi með HILRAG á.. hlýtur að vera hægt að græja það, er það ekki??

    x