fbpx

Miista Holographic

FashionNetverslanir

Það borgar sig að fylgjast með uppáhalds skóversluninni á Instagram – Solestruck – eða kannski ekki alveg…. Því ég kolféll fyrir þessum fallegu skóm núna í kvöld.

Skórnir heita Zoe og eru frá merkinu Miista sem íslenskar stelpur ættu flest allar að kannast við:) Skórnir eru með holographic áferð/munstri – eins og var t.d. áberandi í sumarlínum Burberry Prorsum og Stellu McCartney.Mér finnst þessir silfurlituðu vera að æpa nafnið mitt og mig langar að klæðast þeim í göngutúrunum mínum með Tinna litla í vagninum niður Laugaveginn í sumar.

Hvað finnst ykkur? – Fást HÉR – líka til í fleiri litum.

EH

<3

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Theodóra Mjöll

    17. January 2013

    Ég dey, mig langar svo í!