fbpx

Mig vantar svo ný gleraugu…

AuguLífið Mitt

Vissuð þið að ég er gleraugnaglámur…? Eða ég er reyndar meiri linsuglámur því ég hef nánast notað linsur á hverjum degi síðan ég var 16 ára og ég bara á ekki einu sinni gleraugu sem henta sæmu sjóninni minni (-5.5) – já ég er staurblind og mér finnst hún vera að versna. En nú verð ég að fara að gera eitthvað í þessu – þetta gengur eiginlega ekki lengur svo ég er í alveg svakalegum geraugnapælingum.

Ég hef ekki gengið með gleraugu í öll þessi 10 ár og er alltaf á leiðinni að kaupa mér gleraugu en klára það aldrei. Ég kíki reglulega inní gleraugnaverslanir en finnst ég aldrei getað fundið neitt sem passar mér og vantar svo svakalega að fá þjónustu við að velja og mér finnst ég bara því miður ekki alveg hafa fengið hana nógu góða á þeim stöðum sem ég hef farið á.

Svo mig langar að leita til ykkar, hvert er best að fara, hvar er besta þjónustan, gott úrval og sanngjarnt verð – þið eruð að lesa skrif manneskju sem hefur ekki keypt gleraugu í 10 ár, þetta er smá skammarlegt en á milli þess sem ég tek úr mér linsurnar labba ég því um heimilið staurblind, það er svo sem aðallega á næturnar sem ég sé ekkert – getið rétt ímyndað ykkur hvernig næturgjafirnar ganga hér á þessu heimili ;)

Endilega látið í ykkur heyra, ég tek fagnandi á móti allri þeirri hjálp sem er í boði!

Erna Hrund
gleraugnaglámur :)

Brúðargreiðslan

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

14 Skilaboð

  1. Hilrag

    27. January 2016

    Ég keypti mín í pro optik í kringlunni og það kostuðu með gleri í kring um 50þús, sem er að mínu mati frekar vel sloppið. Þau voru mjög hjálpleg og næs – mæli með þeim :)

    xx

  2. Asta

    27. January 2016

    Ég keypti mín fyrstu gleraugu í Gleraugnaversluninni Mjódd fyrir rúmu ári síðan. Ég fékk frábæra þjónustu og ráðgjöf þar frá konu með áratuga reynslu í að finna hvað fer hverjum best. Og þegar ég var búin að velja þrjár sem komu til greina en átti erfitt með að ákveða mig bauð hún mér að fá þær lánaðar heim til að velja í ró og næði :)

  3. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    27. January 2016

    Sæl

    Ég hef í síðustu tvö skipti farið í Plúsmínus í Smáralind – Friggi einn af eigendunum hefur aðstoðað mig og ég hef fengið frábæra þjónustu. Ég held ég hafi mátað yfir 50 gleraugu seinast og hægt og rólega fækkaði möguleikunum þar til ég átti 3 pör eftir. Tók þá mynd af mér með öll þrjú pörin og ráðlagði mig við vini og vandamenn sem hjálpuðu mér svo að velja endanlega gleraugu. Æðisleg þjónusta og frábært verð.

    Ótrúlegt en satt þá endaði ég í bæði skiptin með gleraugu frá sama framleiðanda, skaga.

  4. Freyja

    27. January 2016

    Mæli klárlega með Pro Optik í Kringlunni! Ég fór á milli margra staða fyrir ca 2 árum og mér fannst besta þjónustan, flottustu gleraugun og besta verðið þar :) gangi þér vel!

  5. Erla

    27. January 2016

    Ég myndi líklegast fara í laser í þínum sporum og sleppa gleraugunum :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      27. January 2016

      Ohh það væri draumur! En nei… Er með svo þur augu að það er ekki hægt… Og á meðan þau eru enn að versna svona þá tími ég ekki… ;) en einhver tíman – einhvertíman :):)

  6. Erna Hreins

    27. January 2016

    Farðu í Gleraugna Pétur á Garðatorgi, langbesta þjónustan og alvöru merki. Ég er með tvö gleraugu þaðan. Segðu að ég hafi sent þig ;)

  7. Perla

    27. January 2016

    zenni.com, getur pantað nokkur og borgað brotabrot af því sem gleraugu hér kosta. Það kemur sér líka vel þegar maður á litla prakkara sem glenna gleraugun í sundur þangað til þau brotna…

  8. Svart á Hvítu

    27. January 2016

    ÉgC í Hamraborg……. ég er með hrikalega falleg frá saint Laurent þaðan og elska þau í ræmur… góð og persónuleg þjónusta og vel valdar umgjarðir:) Hef verið með brillur frá því að ég man eftir mér og verslað við flestar af þessum helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu en fer núna bara þangað… svo er hægt að sérpanta allt fyrir mann sem er snilld:)

  9. Guðrún Albertína

    28. January 2016

    Ég mæli með Augastað, sem er í Firði og Mjóddinni. Hef verslað í Firðinum í mörg ár og elska þjónustuna þar! Á mjög erfitt einmitt með að finna mér gleraugu og þarf ansi mikla leiðsögn í gegnum það ferli og þau hafa endalausa þolinmæði og hjálpa manni að finna það sem virkar best. Er nýbúin að vera þar og sá að þau eru einmitt með mikið í gangi í svipuðum dúr og þú ert að pósta myndum af.

    Gangi þér vel í leitinni

  10. Inga Heiða

    29. January 2016

    Ég mæli hiklaust með Prooptik… frábær þjónusta (fagmennska og vilja allt fyrir mann gera), gott úrval, alltaf einhver tilboð í gangi og gott verð… Og þar sem þú ert með það mikinn styrk og glerin því þung mæli ég með Reykjavík Eyes sem er títan umgjörð og ekki leiðinlegt að hafa Íslenska hönnun á nefinu :)

  11. Inga Heiða

    29. January 2016

    Ég mæli hiklaust með Prooptik… frábær þjónusta (fagmannleg og persónuleg þjónusta og vilja allt fyrir mann gera), alltaf einhver tilboð í gangi og gott verð yfir höfuð. Ég mæli einnig með að þú kíkir á Reykjavík Eyes hjá þeim sem er titan umgjörð þar sem styrkur þinn er það mikill og glerin því þung og ekki leiðinlegt að hafa Íslenska hönnun á nefinu.

    Gangi þér vel :)

  12. Sigríður

    29. January 2016

    Myndi sko mæla með Plusminus í Smáralind. Frábær þjónusta og flott gleraugu, gæði í öllu og gott verð. Er með þriðju gleraugun frá þeim, eru líka svo með á nótunum hvað er töff. Garrett Leight er mitt merki núna, geggjað flott gleraugu og það heitasta í dag. Gangi þér vel :)

  13. Hulda

    2. February 2016

    Ég mæli sko með Sjáðu mjög góð þjónusta og svakalega fallegar umgjarðir, erfitt að velja. Fékk mér Moscot gleraugu núna í haust og er svakalega ánægð með þau.