fbpx

Miðjarðarhafið…

Dolce & GabbanaFallegtIlmirInnblástur

Í þetta sinn er ég ekki að láta mig dreyma um ferðalag í löndunum sem liggja við Miðjarðarhafið heldur að segja frá innblæstri á bakvið nýja létta sumarilmi frá Dolce & Gabbana sem nefnast Light Blue.

Ilmvötn eiga sér oftast öll skemmtilega sögu og innblásturinn er heillandi. Light Blue ilmirnir eru þekktir frá merkinu og þessir tveir koma í takmörkuðu magni. Með þessum ilmum hefst nýr kafli í sögu Light Blue ilmanna og í auglýsingaherferðinni eru það elskendur sem eru í aðalhlutverki. Stúlkan, Bianca Balti er er sú sem stjórnar í þessum aðstæðum hún er ómótstæðileg í augum stráksins, David Gandy. Myndirnar úr herferðinni eru ótrúlega fallegar og sérstaklega liturinn á hafinu sem endurspeglast svo í litnum á ilminum sem er fallega blár. Ljósmyndarinn Mario Testino sá um að mynda herferðina.

Hönnuðar merkisins Domenico Dolce og Stefano Gabbana eiga hús við þorpið Portofino og á eyjunni Stromboli sem veit innblástur fyrir ilmina.

Það er bæði fáanlegur ilmur fyrir konur og karla. Ilmur af Patchouli við og Amber er sá sem tengir ilmvötnin tvö saman og eru mynda grunnnótur þeirra.

Kven-ilmurinn ber nafnið Dreaming in Portofino og einkennist af léttum sumarlegum nótum í bland við blómailmi af blóminu Iris og Osmanthus. Í grunninn er svo ilmur af Patchouli við og Amber. Ilmurinn er sérstaklega mjúkur og léttur ef ég á að lýsa því hvað mér finnst um hann. Ég sé fyrir mér að hann verður ekki íþyngjandi þegar maður er búinn að sitja úti í sólinni – sem vonandi kemur einhver tíman – heldur meira frískadi.

Living in Stomboli fyrir karlmenn er mjög karlmannlegur en samt á léttan hátt – sá lýsingu á honum á netinu sem mér fannst smellpassa en þar var honum líkt við „Woody Water“. Hann gefur mér meiri svona aqua fíling heldur en hinn. Þar eru það tónar sítrusar og bleiks pipars sem fanga athygli þína sem fara svo útí meiri aqua tóna í hjarta ilmsins en svo eins og í kvenilminum þá er það Amber og Patchouli viður sem mynda grunninn í bland við Vetyver grastegundina.

Bianca Balti finnst mér fullkomin fyrirsæta fyrir þetta merki og miðjarðarhafstemminguna sem ríkir alltaf þar. Gullfalleg kona! Það er líka gaman að leyfa því að fylgja með svona að lokum að ilmir sem hafa komið út í Light Blue línunni hafa unnið til samtals 14 verðlauna og hafa verið hluti af sýningu á Museum of Arts and Design í New York þar sem þeir voru kynntir sem einir af byltingarkenndustu ilmunum.

Þessa er vert að kíkja á á Miðnæturopnun Smáralindar annað kvöld;)

EH

Mitt Makeup - Forsíða Lifið Heil

Skrifa Innlegg