fbpx

Michael Kors: Sporty, Sexy, Glam!

FashionmakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtivörurSS15

Þá er það komið á hreint – nú eru aðeins örfáir dagar þangað til við á Íslandi fáum í sölu glænýtt förðunarvörumerki sem ég persónulega er búin að bíða vandræðalega spennt eftir en það er komið rúmt ár síðan ég frétti af því að merkið væri líklega á leiðinni. Vörurnar verða fáanlegar frá næsta laugardegi í Lyf og Heilsu í Kringlunni!!

Michel Kors er ábyggilega þekktastur fyrir fylgihlutina sína – töskurnar, sólgleraugun, skartið, beltin og nú hefur hann bætt við fylgihlutum sem fullkomna heildarlúkkið – förðunarvörum!

Michael-Kors-Fall-2013-Makeup-Perfume-Beauty-Collection

Michael trúir því að innra með hverri konu búa nokkrar mismunandi týpur sem koma fram við ólíkar aðstæður. förðunarvörurnar eru gerða með hverja týpu í huga – til að draga hana fram og ýkja!

Línan þykir mér virkilega vel heppnuð, hún er þannig lagað einföld og merkið er ekki að keppast við að koma með förðunarvörur í hverjum flokki heldur meira að fókusera á þær vörur sem fullkomna hvert heildarlúkk eins og fylgihlutir gera. Í hverri línu eru naglalökk, varalitur, varagloss, sólarpúður og ilmvatn.

Michael hefur ekki enn gefið út að það komi mikið af nýjungum inní línuna en miðað við það sem ég sé á netinu eru grunnvörurnar og svo virðast vera svona one shot línur en við byrjum á grunnlínunni alla vega hér á Íslandi sem er sko ekki af verri endanum!

michael-kors-cosmetics

Mér finnst svo gaman að sjá sólarpúður inní hverri línu sérstklega þar sem þau eru svo flottur förðunar fylgihlutur því þau fullkomna áferð húðarinnar hvort sem þau eru notuð til að skyggja eða til að gefa húðinni sólkyssta áferð. En Michael Kors hefur líka alltaf lagt áherslu á að húð fyrirsætanna sinna sé svona sólarkysst svo þessar vörur eru í takt við merkið sjálft og ímynd þess.

Mig langar aðeins að kynna fyrir ykkur vörurnar í merkinu og taka fyrir hverja línu – ég er að fýla þessar vörur í botn og er nú þegar búin að velja mér nokkrar til að prófa – ég held svo sem að allir mínir lesendur geti giskað á hvaða línu ég féll mest fyrir ;)

Michael-Kors-Fall-2013-Sporty-Collection

Sporty:
Þessi lína höfðar án efa til flestra, hér er verið að vinna með ljóma og litlausa nude liti í varalit og glossi. Með þessum vörum kemur fram sporty týpan – þessi sem er á ferðinni og nýtur lífsins í botn. Þessar vörur draga fram nátturulega fegurð hverrar konu og ég fýla hana í botn. Liturinn á varalitnum er alveg fullkomin nude litur og hann er klárlega must have.

Superb-Make-Up-Collection-by-Michael-Kors-3

Sexy:
Hérna kemut litaglaða týpan fram sem vill vera með fallega og áberandi liti sem vekja athygli. Hér eru það rauðir og bleikir tónar sem fanga athyglina og þó ég sé sjaldan með þessa liti á mér finnst mér eitthvað við áferðina í glossinum og varalitnum sem æpir á mér. Þetta er stuðlínan og fullkomin fyrir allar sumarveislurnar sem eru framundan.

Michael-Kors-Makeup-Perfume-Collection

Glam:
Hér kemur línan mín – voruð þið ekki annars allar búnar að fatta það um leið og varaliturinn kom?? ;) Þessi varalitur hann er bara sjúkur og glossinn og naglalökkin ég bilast bókstaflega og þessum ætla ég að skarta við sérstakt tækifæri núna á næstu dögum – ég lofa að sýna ykkur myndir að sjálfsögðu. Hér er það glamorous týpan sem mætir á svæðið þessi sem er ekki hrædd við að láta taka eftir sér og vill kvenlega og dökka liti.

Annað sem mér finnst svo æðislegt við línuna eru umbúðirnar sem eru ekta Michael Kors og það tengir vörurnar svo sterkt inní merkið ég fýla það í botn. En ég fýla svo sem allt við þetta merki og bíðið bara eftir því að sjá standinn sem vörurnar verða í inní Lyf og Heilsu þetta verður æðislegt – íííík!!!

Svo er líka æðisleg body lína sem ég segi ykkur betur frá síðar – við erum bara rétt að byrja ;)

Hvernig lýst ykkur á – hvaða lína höfðar mest til ykkar?

EH

MAC á RFF: Another Creation

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. ásta h

  17. March 2015

  ég hlakka mikið til að sjá vörurnar “live” en mest að sjá verðmiðann á þeim! miðað við review á erlendum bloggum þá er það eini neikvæði punkturinn, að vörurnar séu ekki endilega peningana virði..en man, fallegar eru þær!! :)

  • Já, ég er búin að heyra verðpunktana og þeir komu mér á óvart… ég hélt þetta yrði hærra… en sammála ég er spennt að fylgjast með hvernig íslenskar konur munu taka þeim. Ég er aðeins búin að prófa og er hrifin og spennt að prófa betur og meira :D

   • ásta h

    17. March 2015

    frábært að heyra :) enda hörð samkeppni á íslandi í förðunarvörunum núna, og vonandi (fyrir veskið itt) verða þessar samkeppnishæfar ;)