fbpx

Meistaramót Íslenskra Naglafræðinga

lorealneglur

Á laugardaginn næsta fer fram meistaramót íslenskra naglafræðinga. Mér bauðst sá heiður að sitja í dómnefnd í kepninni – ég gat að sjálfsögðu ekki hafnað því.

Kepninni er skipt í tvo hluta, annars vegar er það Fantasíu meistaramót íslenskra naglafræðinga og svo er það L’Oreal naglafilmu keppni nagla- og snyrtifræðinga. Við munum dæma eftir heildarútliti þ.e. neglur, hár, búningar og förðun – þar kem ég sterk inní;) Keppnin er opin öllum og það væri gaman ef þið kæru lesendur mynduð líta við hjá okkur. Keppnin sjálf hefst kl. 11 en á milli 15:00 og 17:00 býðst áhorfendum að virða fyrir sig fyrirsæturnar og þá munum við einnig dæma.  Keppnin fer fram í höfuðstöðvum Elite og Fashion Academy í Ármúla 21.
Ég er farin að vera nokkuð spennt fyrir þessu og ég er sérstaklega spennt að sjá hvað okkar færustu naglafræðingum mun detta í hug að gera. Sjálf reyni ég að vera frumleg þegar kemur að mínum eigin nöglum og ég býst við því að ég muni sitja einbeitt í kvöld og reyna að töfra fram fallegar neglur. Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með naglafilmurnar frá L’Oreal og þetta er svo fáránlega einfalt og þæginlegt – ég ætla að reyna að ná myndefni um helgina í flott myndband til að sýna ykkur Ég held að það verði þessar naglafilmur frá L’Oreal sem verði fyrir valinu í kvöld – nr. 008. Þær fönguðu fyrst athygli mína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem fór fram í byrjun ársins. Fyrirsæturnar í sýningunni hjá uppáhalds Stine Goya skörtuðu þeim – svo þó svo ég hafi kannski ekki efni á flíkunum strax þá get ég skartað nöglunum;)Vona svo innilega að ég sjái ykkur á laugardaginn!

EH

Varalitadagbók #15

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kolla

    3. May 2013

    Eru þetta filmur,ekki límmiðar? Hvar fær maður svona flottheit?

    • Já þetta eru filmur en þær eru samt með lími aftan á eins og límmiðar:) En þær endast sjúklega lengi – var með svona í desember og þegar ég tók þær af eftir 10 daga þá voru þær ennþá fullkomnar samt þurfti ég bara að rífa þær af – fóru bara í heilu lagi:) En þú færð þessar t.d. í Lyf og Heilsu og Hagkaupum – þær eru frá L’Oreal