Einir girnilegustu augnskuggar sem ég hef augum litið eru án efa marmaraaugnskuggarnir frá Make Up Store. Ég á alla sex sem eru í boði í versluninni og mér finnst þeir allir jafn fallegir og jafn ómissandi.
Þetta eru stakir augnskuggar sem innihalda þó alls konar fallega liti. Augnskuggarnir eru sanseraðir og þegar þeim er blandað saman gefa þeir augunum fallega þrívíddaráferð.
Þessi litur heitir Volcano og hér blandaði ég saman bláu litunum og setti á augnlokið og bleika litinn setti ég meðfram neðri augnhárunum. Af þeim sem ég hef prófað þá er ég sérstaklega hrifin af þessari litablöndum sérstaklega því það er svo mikið af ólíkum fallegum litum.
Hér sjáð þið Rosso Asiago, mér finnst þessit litir hrikalega flottir og ég held að þessia augnskuggar muni fara rosalega vel með brúnum litum. Ég blandaði gylltu tónunum saman og setti á augnlokin og náði að pikka upp úr þessum örlitla múrsteinsrauðalit smá skugga til að setja meðfram neðri augnhárunum. Ég þarf aðeins að prófa mig áfram með þennan lit en þetta var fyrsti augnskugginn af þessum marmaraaugnskuggum sem ég fann að ég yrði bara að eignast :)
Loks er það svo Blue Venato sem mér finnst ótrúlega eigulegur augnskuggi með mikið af köldum litum. Ég er mjög hrifin af því að nota kalda liti. Mér finnst þeir bara fara mér einhvern vegin betur, en það er svo sem ekki langt síðan ég vildi bara vera með hlýja liti :) Hér reyndi ég að næla í lillabláa litinn til að setja á augnlokin en blái blandaðist saman við svo það er blár blær yfir augunum. Ég setti svo fjólubláa litinn meðfram neðri augnhárunum. Þessa liti mun ég nota líka mikið :)
Á næstunni tek ég svo fyrir hina þrjá litina, einn sem er fullkominn fyrir kvöldförðun, annar hermannagrænn og einn skemmtilega marglitur.
Eigið frábæran laugardag – mæli með að þið kíkið inní Make Up Store í Smáralind í dag og nælið ykkur í eins og einn svona marmaraaugnskugga. Ég geymi þessa á snyrtiborðinu mínu, mér finnst þeir bara of fallegir til að fela ofan í kassa ;)
EH
Skrifa Innlegg