fbpx

Makeup: Guðbjörg Huldís

Ég Mæli MeðLúkkMACmakeupMakeup ArtistTrend

Í Nude Magazine Smáralindarblaðinu birtist ótrúlega flottur myndaþáttur þar sem vetrartískan var sýn með fatnaði sem fæst í Smáralindinni. Fatnaðurinn heillaði mig en förðunin sló í gegn og því sendi ég línu á hana Guðbjörgu Huldísi makeup artista sem sá um förðunina í myndaþættinum til að fá að vita aðeins meira um farðanirnar og innblásturinn.

Guðbjörg Huldís er ein af okkar bestu Makeup Aristum og vinnan hennar veitir mér alltaf innblástur!

Myndirnar hér fyrir neðan eru úr Smáralindarblaði Nude Magazine sem þið getið skoðað HÉR.

Screen Shot 2013-09-16 at 10.52.33 AM Screen Shot 2013-09-16 at 10.52.42 AM Screen Shot 2013-09-16 at 10.52.55 AM Screen Shot 2013-09-16 at 10.53.03 AM

„Ég fór í gegnum trendin sem eru í haust og langaði útfrá því að gera þessi 3 look… eftir að hafa skoðað haustblöðin og catwalkin… vildi að MAC Diva varaliturinn væri aðal… verður mikið i vetur svona rauðvínstóna varalitir… og naglalökk.. notaði MAC Vino blýant til að skerpa þar sem ég vildi… er líka mjög hrifin núna af “engu maskara looki” og hún Eva bar það líka vel.. (eins og sést á forsíðunni).“

Guðabjörg vildi að húðin hennar Evu myndi njóta sín með mikilli glóð og raka, hún notaði Face&Body farðann frá MAC og setti svo gloss á húðina til að highlighta. Svo notaði hún MAC Groundwork í kinnarnar til að móta og Shell Cream Color Base á augnlokin til að fá ferskleikann.

„Eyeliner er líka áberandi í haust og langaði að gera stórann og þykkann cat eye liner“  til þess að ná því lúkki sem þið sjáið á myndunum hér fyrir ofan notaði Guðbjörg Blacktrack Liner frá MAC.

Það er mikill punk fílingur í förðunartrendum haustsins og Guðbjörgu langaði að nota það og er því eitt lúkkið þung augu. „Langaði að gera með svona rústrauðu brúnu ívafi og dáldið shiny og smudge-y. Afþví að augabrúnirnar voru ljósar  gat ég leikið meir með formið.“

Guðbjörg notaði MAC Pressed Pigments í litunum Depply Dashing og Day Glean og bleyttu þau til að ýkja metal áferðina – en hún segist vera mjög hrifin af þessum pigmentum. „Það nýtur sín best að hafa nude varir og þarna setti ég bara smá hyljara og lét náttúrulega roðann kíkja aðeins í gegn.“

Að lokum segir Guðbjörg – „Hún Eva var svo frábær og hægt að breyta henni svo mikið – býður uppá margt.“

Ljósmyndari: Kári Sverrisson
Stílisti: Rakel Matthea Dofradóttir
Makeup: Guðbjörg Huldís með vörum frá MAC
Módel: Eva Elite Models

Trufluð förðun – sérstatklega þungu augun. Ég er sammála Guðbjörgu með Pressed Pigments augnskuggana frá MAC – þeir eru æði. Ég gerði einmitt lúkk með þeim um daginn sem þið sjáið HÉR.

EH

Makeup Trend vetrarins #2

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Kristín

    17. September 2013

    Mig langar svo að spurja þig ótengt þessu efni. Málið er að þú ert oft að tala um e-a bursta sem eiga að vera rosa góðir og ég bíð og bíð eftir að þeir fáist á klakanum en á meðan er ég búin að vera nota Mac meikburstann með ljósari hárum fremst og ég er að tryllast á honum! Það tekur mig jafn langan tíma að fjarlægja hárin sem hann skilur eftir í andlitinu á mér og að setja á mig meikið. Er e-r álíka bursti sem þú getur mælt með eða á maður að bíða eftir þessum sem þú talar svo oft um?

    Kv, Kristín

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. September 2013

      Bíddu eftir Real Techniques burstunum – þeir voru að koma til landsins og þeir verða kynntir og settir í sölu núna í september ;) Endilega fylgstu með síðunni minni ég læt vita um leið og það er allt komið á hreint með sölustaði :)

  2. Halla

    17. September 2013

    Ja hérna hér……