Það vita það allir aðdáendur MAC snyrtivaranna að þegar það koma nýjar línur í verslarnar þá er æskilegt að mæta sem fyrst svo vörurnar sem ykkur langar í séu enn fáanlegar.
Þegar síðasta jólalína kom í verslanirnar þá var ég alltof lengi að velja vörurnar sem mig langaði til að kaupa og ég horfði bara á vörurnar seljast upp fyrir framan mig.
Á morgun mætir nýjasta línan frá merkinu, Tropical Taboo, í MAC búðirnar í Kringlunni og Debenhams Smáralind. Vörurnar eru aðeins fáanlegar í takmörkuðu magni svo eins og áður gildir fyrstur kemur fyrstur fær ;)
Línan inniheldur girnilegar vörur, augnskugga, kinnaliti og beuty skinfinish púður. Svo koma líka nýjir litir í mineralized varalitunum og glossunum. Fyrir þær sem hafa ekki prófað þær vörur þá eru innihalda þær steinefni og vítamín sem næra varirnar svo eru þeir ótrúlega endingagóðir. Ég girnist sérstaklega mikið nude litaða varalitinn og svo eru varablýanarnir ótrúlega flottir.
Hér sjáið þið brot af því sem í boði er…Skinfinish púðrin frá MAC eru alltaf svo falleg og geta gert mikið fyrir heildarútlir förðunar. Ég vel mér oft frekar ljósari liti sem ég nota þá yfir kinnarar eftir að ég er búin að skyggja andlitið og jafnvel setja smá highlighter á kinnbeinin. Þá strýk ég púðrinu létt yfir húðina til að fá flotta ljómandi áferð.Ótrúlega skemmtileg áferði á augnskuggunum!
Fyrir haustið langar mig meira í brúntóna varaliti – nude, dökkbrúna og rauðbrúna. Svo af þessum sem í boði eru myndi ég velja þessa 2 hægra megin.
Miðað við magnið af fjólubláum varalitum sem ég er búin að sanka að mér að undanförnu þá er kominn tími til að fjárfesta í varablýanti sem passar við þá – mér sýnist þessi hér fyrir ofan vera fullkominn litur fyrir mig og mína varaliti.
Fleiri myndir af vörum úr línunni finnið þið HÉR.
EH
Skrifa Innlegg