fbpx

Ma new shoes!

BiancoFallegtLífið MittNýtt í FataskápnumStíll

Titill færslunnar lesist eins og hillbilly ameríkani… – bara svona uppa fjörið og til að fá smá bros yfir andlitið. Svona bros eins og ég var með á andlitinu í allan dag því þessir skór slá bara næstum öll met þegar kemur að fegurð og þægindum – að sjálfsögðu hönnun Camillu Pihl fyrir Bianco…!

newshoes2

Ég hef nú aldrei falið aðdáun mína á norska bloggaranum Camillu Pihl en ég uppgötvaði bloggið hennar þegar fyrsta skólínan sem hún gerði með Bianco kom í sölu hér á Íslandi fyrir ári síðan. Það var svona ást við fyrstu sýn, stíllinn hennar Camillu er sá sem heillar og sjálfsagt vegna þess að hann er svipaður mínum eigin og því ekki skrítið að ég heillist svona af henni. Eins og þið sáuð hjá mér í síðustu viku var nýja skólínan hennar að koma út og er nú komin í sölu í Bianco á Íslandi. Það komu samtals fjórar týpur af skóm frá henni. Hér sjáið þið eitt þeirra up close…. Já myndirnar eru uppstilltar – einu sinni geymdi ég reyndar skó inní eldhússkápunum mínum því það var ekki pláss neins staðar annars staðar en ég geymi þá bara núna inní fataskáp en ekki uppí bókahillu ;)

newshoes

Leðrið í skónnum er alveg sjúkt! Svo áferðafallegt og mjúkt ég bara bilast þegar ég strýk yfir þá. Ég sýndi einmitt dress dagsins á snappinu mínu í dag þar sem ég paraði þessi fallegu ökklastígvél við PU buxur sem ég á úr Vero Moda, áferðin er svona svipuð útlits á buxunum og skónnum svo heildarlúkkið kom alveg svakalega vel út.

Ég er búin að læra það af henni Elísabetu minni sem á Bianco að hugsa alveg sérstaklega vel um skónna mína og pússa leðrið reglulega og verja skónna vel. Áður en ég fór í þeim út voru þessir pússaðir og spreyjaðir bara svona til að þeir væru alveg pörfekt. Þetta eru held ég fallegustu svörtu ökklastígvél sem ég hef séð og maður þarf klárlega að eiga ein svona í skóskápnum. Svo á ég þau með crock áferðinni í svörtu – þau sem komu í línunni í fyrra. Svo nú á ég ein slétt og ein með áferð – held ég sé ansi vel sett fyrir veturinn.newshoes3

Hællinn er í fullkominni hæð – bara svona smá upphækkun sem lengir löppina og setur fallega svip á þá og heildarlúkk skónna. Annað smáatriði sem ég elska er V lögunin á teygjunni á skónnum – ég man ekki eftir að hafa séð svona en þetta gerir líka mikið fyrir skónna.

En svo ég haldi nú áfram að lofsyngja skónna þá verð ég að bæta við að þeir eru sjúklega þægilegir! Þeir verða mikið notaðir á næstunni.

Takk fyrir mig Camilla Pihl – þú og þín hönnun hefur sannarlega fegrað skóskápinn minn***

EH

Gleðirík augnablik

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    17. September 2015

    Oooo ég sakna þess stundum að vinna í Bianco… those were the days þegar ég átti marga tugi af fallegum skóm:)
    Þessi eru geggjuð!