fbpx

Gleðirík augnablik

Ég Mæli MeðFallegtFW15Ilmir

Eins og ég hef áður skrifað um þá er það fastur punktur á árinu hjá mér þegar sumarilmurinn frá Escada mætir á markaðinn. Sumarilmirnir njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi og ég þekki margar dömur sem missa aldrei af honum – þar á meðal er ég sjálf.

En merkið býður líka uppá fleiri ilmvötn en þetta sem kemur einu sinni á ári í takmörkuðu upplagi eins og ilmurinn Joyful. En nú er nýlega kominn nýr ilmur sem heitir Joyful Moments og er líka framleiddur í takmörkuðu uoolagi. Þessi ilmur er sá sem hentar mér best af Joyful ilmunum – hann er svona mátulega sætur, sannarlega frískandi og silkimjúkur áferðar.

escada3

Glasið sjálft einkennist af fallegum fjólubláum lit sem er ofboðslega mjúkur og endurspeglar ilminn. Allt passar þetta svakalega vel saman. Joyful glasið er mjög kvenlegt og á því sjáið þið tvöfalda E logoið sem var hannað af stofnanda Escada, Margaretha Ley sem situr á tappa ilmvatnsflöskunnar.

Eins og fyrir aðra Joyful ilmi er það fyrirsætan Miranda Kerr sem er andlit hans. Hún er valin andlit ilmanna því eins og þeir þá nálgast hún lífið af jákvæðni, hún hefur mikið frumkvæði og sjálfstraust og er því sannarlega flottur fulltrúi fyrir þennan jákvæða ilm.

escada4

Ilmurinn sjálfur er byggður upp á þessum þremur stigum sem þið ættuð að fara að kannast við frá skrifum mínum um ilmvötn.

Topp nótur:
Blackcurant Sorbet – Lychee – mandarína

Hjarta nótur:
Lauf Fjólunnar – Damascus Rós – bleik Bóndarós

Grunn nótur:
Honeycomb – vanilla

Mér finnst mjög skemmtilegt að Joyful ilmirnir eru byggðir í kringum hjarta ilmsins þennan dásamlega blómvönd sem situr þar. Topp nóturnar opna ilminn, vekja forvitni færir okkur inní þetta mjúka og fallega hjarta og svo taka grunn nóturnar við sem mýkja ilminn og gefa honum smá dýpt. Grunn nóturnar eru þó þannig að þær gera ilminn alls ekki mjúkan þær halda honum léttum en gefa honum samt fallegan grunn og enda.

escada2

Joyful Moments lifir sannarlega upp til nafns síns því sælu tilfinningarnar sem fara um mann þegar maður finnur ilminn fær mann svo sannarlega til að hugsa um gleðirík augnablik lífsins.

Frábær ilmur fyrir þær sem elska ilmina frá Escada og vilja fá ljúfan og fallegan ilm fyrir haustið.

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Tumadress #2

Skrifa Innlegg