Hádegismaturinn minn í dag er fljótlegur, einfaldur en ó svo góður! Ég ákvað að vera heima í dag til að reyna að koma heimilinu í stand en það hefur fengið að sitja á hakanum alltof lengi og vegna afmælishelgarinnar er núverandi ástand ekki í boði. Ég er nú ekki mikil elda manneskja eða dugleg að finna upp á einhverju en ég bý mér oft til einfaldar samlokur eða brauðsneiðar. Ég einfaldlega elska brauð og gæti ekki lifað án þess – ég vona allavega að ég þurfi þess ekki…
Brauðréttur dagsins hljómar svona:
- 2 sneiðar af brauði, ég er með súrdeigsbrauð
- Grænt pestó smurt yfir brauðsneiðarnar
- Mozzarella og tómatsneiðum raðað til skiptis yfir brauðsneiðina
- Sett inn í ofn þar til osturinn er orðinn gylltur
- Stráið síðan sjávarsalti og ferskri basiliku yfir
Ég mæli hiklaust með þessum:)
EH
Skrifa Innlegg